Öll eigum við frídaga

Ég skil alls ekki þessa ekkifrétt um frí starfsmanna samfélagsins vegna vetrarfría í grunnskólum. Mín vegna má alveg deila um vetrarfrí, að þau séu yfirleitt, að þau séu ekki í öllum skólum á sama tíma, að foreldrar nái ekki að verja tíma með börnunum sínum og fleira sem ykkur gæti dottið í hug, en að EINHVER fárist yfir því að fólk sem á inni sumarfrísdaga taki þá út á þessum dögum er ofvaxið skilningi mínum. Fyrir utan heilsueflingu og valdeflingu er mest talað um samþættingu fjölskyldulífs og vinnutíma. Ég sé á Facebook að fólk hefur einmitt notað þennan tíma, a.m.k. daginn í dag, til að vera með börnunum sínum, fara á skíði, fara í sund, púsla, lesa saman, spreyta sig í eldhúsinu, og þá hefði ég haldið að hálfur sigur væri unninn.

Svo er hitt sem ég skil engan veginn, það að fólk haldi í alvörunni að allt starf þingmanna fari fram á þingfundum, í þingsalnum, í opinberum ræðuflutningi. Í alvörunni? Megnið af skoðanaskiptunum fer fram á nefndafundum og svo sjálfsagt óformlega á göngunum. Þar að auki þurfa þingmenn sem taka starf sitt alvarlega að lesa helling af ýmsu, hitta fólk, semja frumvörp og þingsályktunartillögur og melta málin.

Ég held að þessir dagar séu kærkomnir til að efla heilsu, dreifa valdi og flétta saman fjölskyldur, og áhugamenn um þingstörfin geta fylgst með þingfundi á föstudaginn í næstu viku. Starfsáætlunin var einmitt samin svona vegna gagnrýni síðustu tveggja ára!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband