Hverjum var misboðið?

Ég ætlaði að láta mér duga að tvíta um útgöngu Ágústu Evu í þætti Gísla Marteins á föstudaginn en orðafjöldinn leyfði það ekki.

Ég er mjög ódugleg að horfa á þætti til enda. Í þætti GMB eru oft í lokin tónlistaratriði sem virka sem uppfylling á mig. Sorrí. Reyndar virðist ég tilheyra kynslóð sem horfir oft á sjónvarpið með öðru auganu og það þótt efnið sé forvitnilegt. Ég má alveg taka mig á, en samt – hverjum er ekki sama? Tjah, það er ekki gott að tjá sig um það sem maður sér ekki.

Ég kveikti því á sarpinum áðan þegar ég áttaði mig á að a) Reykjavíkurdætur höfðu verið með boðskap og gjörning og b) Ágústa Eva hafði gengið út. Hvers vegna? Því getur kannski hún ein svarað en við látum okkur hafa það að giska.

Nei, ég get ekki dvalið lengi við þetta. Í mínum augum er svo augljóst að útganga hennar er hluti af atriðinu. Ágústa Eva hefur sjálf reynt að ganga fram af fólki. Og tekist það. Hún veit hvað þarf. Og ég hef enga trú á að hún sé tepra. Og, almáttugur, hvað Gísli Marteinn skaust upp vinsældalistann minn. Við þurfum ekki endalausa og innihaldslausa spjallþætti, þeir mega vera með sem afþreying en þegar efni og efnistök snerta við okkur, minna okkur á til dæmis jafnrétti, er það tvímælalaust til bóta.

Dropinn holar steininn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband