Hver vill gefa frá sér sameignina?

Skoðanakannanir eru skrýtin skepna og stundum illa mark takandi á þeim. Í þeirri sem Vísir vitnar í er spurt hvort svarendur séu hlynntir eða andvígir núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi.

Ef ég hefði lent í úrtakinu hefði ég örugglega sagst vera andvíg. Við vitum af fréttaflutningi að mönnum var gefinn kvóti til að veiða úr sameiginlegri auðlind. Við vitum að sumir þeirra seldu sameignina með ólýsanlegum hagnaði fyrir sjálfa sig á kostnað eigenda hennar samkvæmt 1. gr. laga um stjórn fiskveiða:

 1. gr.
 Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Ef fréttaflutningur síðustu áratuga stenst ekki hefur kvótahöfum mistekist hrapallega að færa hið sanna fram.

Ég trúi því að þessum gæðum sé misskipt. Hins vegar er ég líka sannfærð um að margir fiskveiðendur og lítil sjávarútvegsfyrirtæki sem halda sig í héruðunum þar sem stutt er á miðin eru hið mætasta fólk sem hefur ekki makað krókinn á kostnað þorra fólks.

Ef dálkarnir með upplýsingum um þá sem eru andvígir eru skoðaðir sést að 56,2 segjast andvíg kvótakerfinu en miðað við fyrstu tvo dálkana eru 17,1% hlynnt. Hvaða fólk er á bak við þá tölu? Eru það hinir auðmjúku þjónar Þorsteins Más?

Hver vill gefa frá sér sameignina? Væntanlega þeir sem þiggja hana sem séreign.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband