Laun (leiðsögumanna)

Ég skal segja ykkur það að ég sótti um almennt starf í farsóttarhúsi. Ég er líklega laus þennan álagstíma og mér finnst ég hafa sloppið svo vel við farsóttina að mér líður eins og ég eigi að taka þátt í þessu samfélagsverkefni. Það er launað, en auðvitað sinnir Rauði krossinn líka miklu sjálfboðnu starfi.

Ég fór í vídeóviðtal í gærkvöldi sem er áhugaverð nýjung og í dag fer ég í framhaldsviðtal á Rauðarárstígnum. Ég hafði glugga í tvo daga til að svara sjö spurningum og Rauði krossinn - eða Alfreð - brást strax við svörum mínum.

Fyrir mig sem áhugamann um gervigreind var sérstakur bónus að fá að sjá hvernig tæknin getur stytt okkur leið og létt okkur störfin. Hún tekur þau ekki frá okkur.

Ein spurningin var: Sættirðu þig við launin sem eru boðin?

Ykkur að segja eru þau 2.312 kr. fyrir dagvinnutíma, 3.140 á kvöldin, 3.366 á næturnar og stórhátíðartaxti er 4.936 kr. 

Ég sagði, sem satt er, að ég væri ekki vön að vinna fyrir svona lágt kaup en væri til í það vegna eðlis starfsins og þessara tíma sem við lifum. Svo datt mér í hug að skoða taxta leiðsögumanna þar sem krafa er gerð um alhliða þekkingu á landi og þjóð, sérþekkingu á tungumáli, einstaka þjónustulund, mikla bindingu, ömurlegan vinnutíma, óvissu um verkefni, og þar með tekjur, en stórskemmtilegt starf þegar allt leggst með því.

Og hæsti taxtinn er svona:

launatafla FL

laun FL

Stóru ferðaþjónustufyrirtækin borga nákvæmlega eftir taxtanum en einhverjir leiðsögumenn hafa getað samið um hærra verð hjá öðrum enda ekkert sem bannar yfirborgun. Ef ég margfalda dagvinnutaxta í farsóttarhúsi með 176 losar mánaðarkaupið (fyrir skatta) 400.000 kr.

En ég hætti líka sem leiðsögumaður árið 2013, ekki vegna launanna per se heldur vegna þess að innviðir sprungu það sumar, vegna þess að ég gat ekki veitt þá þjónustu sem ég vildi, vegna græðgi í sumum ferðaþjónustuaðilum - og ég hef aldrei litið um öxl. Þá var ég búin að vera leiðsögumaður í eitt dúsín sumra og hafði þangað til þetta sumar haft stórgaman af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband