Gæskur

Ég þekki ekki störf siðanefnda en þykist vita að þær geti illa skyggnst inn í huga fólks. Eða eiga þær að lesa háð, kaldhæðni og kerskni út úr orðum þeirra sem kvartað er undan?

Ég hef ýmsar skoðanir á sönnuðum glæpum, ósiðlegum lögum, meðvirkni og trúverðugleika sem ég ætla ekki að úttala mig um hérna. Ég ætla bara að segja tvennt: Þegar aðili mér óskyldur  og ótengdur með öllu segir: Hérna, gæskan eða: Nú er komið að þér, vinan, finnst mér sem verið sé að tala niður til mín.

Ég á bjánalega vonda minningu úr banka fyrir örugglega 20 árum þegar bankagjaldkeri sagði einmitt þetta: Jæja, nú er komið að þér, vinan, og mér fannst hún ekki hafa rétt til þess.

Hitt sem ég ætla að tjá mig um hér og nú er að samfélagið er skelfilega meðvirkt með misskiptingu og glæpum í skjóli laga. Við heyrum alltaf í einhverjum sem andæfa og fara upp á afturlappirnar, en komast hvorki lönd né strönd, en langtum stærri hópur þegir bara þunnu hljóði og vonast til þess að lenda aldrei í hakkavélinni, halda einhverjum fengnum hlut og verða ekki fyrir barðinu á misillskeyttum auðmönnum.

Ég er ekki búin að lesa margumtalað álit siðanefndar en mig grunar að ég verði ekki sérlega sammála því - nema kannski þessu með gæskinn. Ég frétti nýlega að á Akureyri sitji flestir og standi eins og foringinn frá Dalvík fer fram á, bukki sig og beygi eins og sumir myndu orða það. En ég heyrði það bara í Geldingadölum ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband