Geldingadalir

Nú er ég búin að fara og skoða gosið í Geldingadölum. Það er tilkomumikið sjónarspil og aðgengi var vel stýrt af björgunarsveitum, ekki bara Þorbirni heldur björgunarsveitum víða að. Ég var búin að sjá ógrynni mynda og var í gær alveg orðin viðþolslaus að fara sjálf og sjá með eigin augum.

Ég skil ekki alla þá neikvæðu umræðu sem ég hef séð um gosið og fólkið sem fer að skoða það. Fólk var almennt vel búið, glatt og kurteist. Bílum var frekar vel lagt í skammtímastæðunum og kurteislegum miða með reikningsupplýsingum um Þorbjörn var smeygt undir rúðuþurrkuna. 

Í heilt ár höfum við búið við allrahanda takmarkanir. Þarna skartar Ísland sínu fegursta. Smitið sem var tengt gossvæðinu skilst mér að hafi síðan verið í þyrlu sem lenti aldrei. Hættum að naga skóinn af þeim sem leggja á sig 10 km göngu, þar af nokkuð bratta brekku, og samgleðjumst þeim sem kjósa að fara og þeim sem komast á áfangastað. Nú er að koma sumar ... en fyrst páskar!

Gleðilega páska. kiss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband