Dauðinn er alvörumál

Ég er mikill áhugamaður um styttingu vinnuvikunnar í krafti brjálæðislegra tækniframfara þau 50 ár sem eru að verða liðin síðan lög voru sett um 40 stunda vinnuviku. En þótt vinnuvika verði stytt um fjórar stundir heilt yfir er ekki lögmál að hún sé tekin út eftir hádegi á föstudögum. Í öllum ákvæðum hélt ég að talað væri um samkomulag milli starfsstöðvar og starfsmanna. Og nú birtist hér einhver furðufrétt um að ekki verði hægt að jarða á föstudögum

Prófið að spyrja fólk hvort það vilji ekki taka styttingarfríið út á mánudegi eða miðvikudegi eða breytilega. Ég held að það sé reginmisskilningur að allir vilji lengja helgina á þennan hátt. Auðvitað vilja það einhverjir en ef styttingin á m.a. að nýtast í alls konar útréttingar væri út í bláinn að allir færu í þær útréttingar eftir hádegi á föstudögum þegar - með þessum bollaleggingum - allir ætluðu að vera í fríi!

Ég er ekki í föstu starfi en ég skal byrja og segja: Ég myndi vilja taka mína styttingu út í miðri viku. Ég fer ekki í bústað um hverja helgi. Víða eru föstudagar notaðir til uppbrota á vinnustöðum og ekki myndi ég vilja missa af öllum fyrirlestrum eða viðburðum sem hafðir eru í lok vikunnar á vinnustöðum sem ég þekki til.

Og svo finnst mér dónalegt að tala í fréttinni sem ég vísaði í eins og það að deyja eða jarða sína nánustu sé eitthvert spaug.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband