Pítsurnar

Ég er ekki mikill kokkur en ég get bakað pítsur heima hjá mér. Í pítsum er deig, yfirleitt sósa, krydd, álegg og ostur. Í þessu hráefni eru ýmsar breytur, svo sem hvort maður kaupir tilbúið deig eða lætur það hefast í skálinni, hvernig sósan er, hvort osturinn er undir álegginu eða ofan á, rifinn eða sneiddur, og svo náttúrlega hvort maður hefur jalapeno og ætiþistla eða pepperóní og sveppi/ananas ... listinn er endalaus.

En ÞETTA sem í eðli sínu er afgangamatur er maturinn sem fólk kaupir tilbúinn og lætur jafnvel senda sér! Og nú rífast tvær misstórar keðjur um markaðshlutdeild og aðgang að matardiskum landsmanna.

Keðjunum getur staðið á sama um mig vegna þess að þessi matur kemur úr skúffunum mínum og ísskápnum en í ljósi vinsælda þessa skyndifæðis skil ég ekki af hverju menn geta ekki bara umborið hver annan á markaðnum. Ég hef alveg fylgst með Þórarni og baráttu hans til að lækka verð, t.d. með áherslum sínum í IKEA, en ef maður ætlar að koma samkeppnisaðila sínum á kné ætti það bara að gerast með því að bjóða betri vöru á sambærilegu eða lægra verði.

Og þeir eru rífast um PÍTSUR!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband