Litli-Hrútur

Ég er dálítið undrandi á þessari fyrirsögn: Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex. Fólk fer sér að voða víðar á landinu en í nágrenni við eldgos. Mér detta fyrst í hug Kirkjufell í Grundarfirði og Reynisfjara. Þeim svæðum er samt ekki lokað og fólk lendir þar í lífshættu.

Þannig held ég ekki að svæðinu sé lokað, enda endar fréttin á þessari setningu:

Þá segir að fjallið Litli-Hrútur sé hættusvæði og að inni á hættusvæði sé fólk á eigin ábyrgð.

Ég er ábyrg og löghlýðin og vil alls ekki valda neinum tjóni eða björgunarsveitunum aukaálagi. Ég er líka vanur göngumaður sem gæti vel gengið að gosinu og til baka án þess að örmagnast og kannski langar mig einmitt að sjá gosið í rökkri.

Í hvaða stöðu er ég þá? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband