Lviv

Bróðir minn er á Evrópuferðalagi. Fyrir nokkrum dögum fór hann til Lviv. Þið munið að Lviv er í Úkraínu og hefur verið umsetin af mönnum Pútíns. Við systur höfðum áhyggjur af honum í stríðshrjáðu landi en hann sendi okkur alla daga ljósmyndir og vídeó af fallegri og að því er virtist friðsælli borg. 

Þá rifjaðist upp að þegar gaus í Eyjafjallajökli 2010 hættu ferðamenn unnvörpum við ferðir til Íslands. Sumar ferðaskrifstofur höfðu vissulega samband, spurðust fyrir og fengu að vita að gosið væri hættulaust fólki en engu að síður var fólki órótt. Og ég átta mig á að það er munur á náttúru eldfjalls og ónáttúru mannfólks.

Trausti bróðir hitti í Lviv konu sem sagði honum að húsið hennar hefði nötrað í einhverri árás fyrir skemmstu þannig að okkur blandast ekkert hugur um það að það er ekki hættulaust að spóka sig í Lviv en ég minni á að fólk hefur orðið fyrir tjóni við það að ganga út á götu í ýmsum borgum og það er líka lífshættulegt að fara aldrei fram úr sófanum. En ósköp er okkur systrum rórra samt að vita af honum í Ungverjalandi núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband