,,Hún hét Sara"

Ég veit ekki hvar hún var upphaflega sýnd, franska myndin sem er núna í spilara RÚV, Hún hét Sara. Myndin er orðin 14 ára gömul og ég hafði aldrei heyrt á hana minnst fyrr en einhver mælti svo óskaplega með henni nýlega. Og það sem verra er, ég hafði aldrei heyrt um Vélodrome d´Hiver! Hvernig í veröldinni hefur það farið framhjá mér?

Myndin, og sagan sem hún segir, er svo áhrifamikil að ég lagði öll snjalltæki frá mér og horfði bara á myndina (enda skil ég ekki frönsku). Franska stúlkan sem er mikill örlagavaldur í lífi litla bróður síns, og sjálfrar sín, kom þvílíkt út á mér tárunum. Þvílík örlög, þvílíkur harmur, þvílíkt lífshlaup. 

Þvílíkt.

Hún er aðgengileg í spilaranum í hálfan mánuð enn. Ég tek það fram vegna þess að spilarinn hentar mér vel. 

Ég er enn að hrista hausinn yfir fáfræði minni. #dæs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband