Á ferð með mömmu - bíómynd

Ég er ódugleg að fara í bíó og sá Á ferð með mömmu ekki í bíó. Ég ætlaði að horfa á hana í flugi með Icelandair í ágúst í fyrra en þá var sjónvarpið bilað þannig að ég sá ekki myndina fyrr en á RÚV í kvöld.

Hún er stórkostleg og það var bara ágætt að ég skyldi sjá hana í rólegheitum í sófanum mínum. Hún er hæfilega súrrealísk og ég gengst alveg inn á það að líkið tali og að sonurinn, Jón Arnfirðingur, sé algjörlega skilningslaus durtur annað slagið en bæði málgefinn og flinkur að veita tilsögn hitt slagið. En samtölin, maður minn, og leikurinn, aðallega auðvitað hjá Þresti Leó Gunnarssyni og Kristbjörgu Kjeld - þetta var klárlega með því besta sem ég hef séð í bíó. Handritið sjálft sannfærandi og með gott flæði og tilsvörin svo vel flutt og leikin, alltaf eins og þau væru bara í þessum kringumstæðum.

Vendipunkturinn var óvæntur og það var reyndar annar massífur kostur, þ.e. hvað framvindan var óvænt.

Mæli svo mikið með myndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband