Misvísandi upplýsingar

Langlundargeð Íslendinga er endalaust eins og engum blandast hugur um. Þegar okkur mislíkar mótmælum við með því að segja lágt buuu, helst inni á klósetti meðan sturtast niður. Og nú ætla ég að nöldra upp í eyrað á sjálfri mér.

Ég er að fara til Krakár í haust með hópi fólks. Ferðin var pöntuð í apríl og staðfestingargjald greitt í lok maí. Í lok júní kom blaðsíðulangt bréf frá ferðaskrifstofunni sem öllum gáfumennunum í kringum mig ber saman um að sé óskýrt orðað og ruglingslega sett fram. Þó má átta sig á því að ferðin hafi verið hækkuð um 9,5% (af því að ekki er gripið til verðbreytinga nema heildarverð ferðar breytist um 10% eða meira.)  Áður var búið að bæta við sérstöku eldsneytisgjaldi, 1.950 á hvorn legg. Hins vegar kemur bara fram ein upphæð og þannig er lesanda þessa bréfs eins saman ekki gert kleift að sannreyna 9,5% hækkunina.

Ég skil vanda þeirra sem áframselja þjónustu ef þeir sjá fram á tap á viðskiptunum. Og það held ég að við, samvinnuviljugu Íslendingar, gerum í of miklum mæli. En hefur einhver einhvern tímann heyrt um ferðaþjón sem lækkaði uppsett verð af því að gengið fór í hina áttina? Og nú lækkar evran aggalítið dag frá degi, verður þá verðið ekki endurskoðað enn áður en lokagreiðsla fer fram 28. september?

Það sem ég skil þó allra síst er þessi setning í fréttinni (upplýsingar hafðar eftir Hagstofunni):

Pakkaferðir til útlanda hafa hinsvegar lækkað um rúmt 1%.

Er borgarferðin okkar til Krakár ekki pakkaferð af því að hún er ekki ætluð til sólbaða einna?


mbl.is Pakkaferðir innanlands hafa hækkað um 37%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

MÉR líkar betur við Ikea stefnuna - auglýst verð til eins árs og er ekki breytt þó allt sé á leiðinni til andskotans, eða í hina áttina.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband