Bandið hans Bibba

Við fyrrverandi kennarinn, systir hjólreiðamanns Íslands nr. 1 og systir hirðljósmyndara Ljótu hálfvitanna fórum á tónleika með téðum hálfvitum og South River Band í kvöld.

Gargandi gleði, ómenguð. Mér hefur aldrei liðið eins mikið eins og grúppíu. Sé ekki eftir að hafa sungið með.

Ég vissi ekki að Helgi Þór, menntaskólabróðir minn, kynni á harmónikku:

Drengirnir frá Syðri-Á

 Mér finnst þessi mínísería skemmtileg:

Oddur BjarniBibbi og Oddur Bjarni

 

 

 

 

 

 

Bibbi (sem hótaði að fara úr að ofan), Baldur (sem þurfti skiptiborð), Sævar (sem er svo hávaxinn að norðurljósin flækjast í hárinu á honum), Ármann (sem er rauður eins og Kylie Minogue) og Eddi (með gráa fiðringinn í vöngunum):

Sería frá Húsavík

Og svo náði ég einni af Togga alveg sér úti áður en fjörið byrjaði inni:

Toggi

Habbý missti af miklu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér var boðið á þessa tónleika en ég komst ekki - mér til mikils ama... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.7.2008 kl. 11:01

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Óheppin þú.

Berglind Steinsdóttir, 17.7.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband