Sumarfrí í Reykjavík

Í blíðunni er gaman að axla poka sína og rölta í búðina. Á Laugaveginum er á ferli margt fólk, sumt sem maður þekkir og vill gjarnan tala við.

Svona fór fyrir mér í dag, ég rölti út, hitti gamlan háskólabróður og stóð á klukkustundarlöngu spjalli á götuhorni. Hver þarf útlönd?

Og okkur bar saman um ýmislegt, s.s. að miðborg Reykjavíkur sé svipur hjá sjón, allt annar svipur, líflegur, að flóttamönnum sem rórillast í Njarðvíkunum í þrjú ár sé vorkunn, að Páll Ramses hafi sennilega ekki farið hér að þeim lögum sem honum bar, að ferðaþjónustufyrirtæki sem auglýsir verð hvorki á vefsíðu né í bæklingi ástundi ekki góða viðskiptahætti  - og svo bauðst hann til að taka að sér Mímiskennsluna mína í haust.

Ég var býsna kát þegar ég bar ab-mjólkina og appelsínurnar heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband