Stattu upp en sittu á meðan

Ef maður skyldi verða atvinnulaus og alls ekki fá aðra vinnu gæti hann reynt að nýta tímann til að endurmennta sig. Hann gæti líka nýtt tímann til að horfa á Skjá1 og sjálfsagt fleira. Ef Ísland gengur t.d. í Evrópusambandið gæti snögglega orðið brýn þörf fyrir þýðendur.

Nú berast þau boð að framlög til menntamála skuli skert, fólki þannig ekki gert kleift að nýskrá sig í t.d. Háskóla Íslands og á sama tíma er einhver sem hvetur fólk til að skrá sig ekki atvinnulaust og þiggja (held ég) 136.000 á mánuði til varanlegrar eignar heldur mennta sig frekar til framtíðar og þiggja endurkræf námslán.

??

Hlustaðu með eyrnatöppum. Sofðu meðan þú vakir. Lestu autt blað. Borðaðu það sem úti frýs - og smjattaðu á góða bragðinu!

Já, mér finnst þversögn í því að hvetja fólk til að mennta sig um leið og alls staðar er dregið úr öllum möguleikum til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ruglið í varaformanni Sjálfstæðisflokksins sker í eyrun en hún hefur haldið því fram að  HÍ gegnir gríðarlegu mkilvægu hlutverki til framtíðar litið við uppbyggingu en samt sem áður á að skera niður fjárframlög til HÍ.

Nýjustu fréttir herma að "endurreisnarstarf" Íslendinga í Afganistan haldi áfram eftir bankahrunið eins og ekkert hafi í skorist.

Sigurjón Þórðarson, 21.12.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nú herma reyndar nýjustu fréttir að til standi að efla HÍ, ég gat ekki skilið fréttatíma kvöldsins betur. Það er gott þegar menn sjá að sér.

Berglind Steinsdóttir, 21.12.2008 kl. 22:45

3 identicon

Nei, Berglind, nú held ég að Pollýanna hafi náð tökum á þér. Ég held að það eigi ekki að efla skólann heldur að sleppa honum við að skera eins mikið niður og upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlögum.

Helga (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, það er líklega rétt hjá þér. Fyrst er gefið í í fjárlagafrumvarpi, svo er dregið úr og svo aftur sett inn dúsa. Og þannig tókst að villa mér sýn.

Berglind Steinsdóttir, 21.12.2008 kl. 23:00

5 identicon

hahaha! Aldrei slíku vant er ég sammála Sigurjóni! :-) Ruglið í menntamálaráðherra er yfirgengilegt og það versta er ... allt of fáir sjá í gegnum vitleysisganginn í henni og finnst hún frábær!

Ásgerður (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband