Nokkur fynd áramótaskaupsins

Ég hló oft ofan í mig yfir skaupinu, síst yfir splatterunum þó. Baugsmálið og Bobby Fischer fannst okkur mjög fyndið, mótmælin lukkuðust vel, Árna Johnsen og Eyþóri gerð hæfileg skil. Jóni Gnarr hefði þó mátt henda í heilu lagi - hvað var það eiginlega? Snerist það að einhverju leyti um útlendinga og öryrkja og stjórnmál eða fékk Jón Gnarr bara að fríspila sig? Ég giska á það síðara. Það er betra fyrir Reyni leikstjóra, en slæmt samt.

Svo leyfi ég mér að giska á að skaupið hafi höfðað meira til fólks undir þrítugu en yfir. Tölvugrafík og tilraunaleikhúsið minnti mig á MindCamp sem ég sá hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu í fyrra og margir leikarar þeirrar sýningar voru einmitt í skaupinu.

Ólyginn sagði mér að skaupið yrði endursýnt, aldrei þessu vant. Má ekki setja feitt bíp þar sem Jón Gnarr var? Er, meina ég?

Svo þakka ég Kaupþingi kærlega fyrir að kaupa stórskemmtilegan leikþátt með John Cleese og sýna mér til skemmtunar kl. 22:30 í gærkvöldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

blessuð mín kæra og gleðilegt ár, takk f. góðar stundir á liðnum árum.

flott síða hjá þér, ég kíki stundum,... kv. Margrét Einars.

Margrét Einarsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband