Villi segir, Villi segir (þessi gamli góði, að eigin sögn)

Fyrir helgi heyrði ég á skotspónum að til stæði að hækka aðgangseyri í sund. Það er nú staðfest. Einhvern veginn finnst mér líka að ég hafi heyrt haft eftir borgarstjóra að hækkunin stafaði af því að

 ÚTLENDINGUM ÞÆTTI HLÆGILEGA ÓDÝRT AÐ FARA Í SUND Á ÍSLANDI!

Ja hérna, ja hérna.

Ef það er rétt eftir haft og mönnum þykja það rök hlýtur áfengi að lækka snarlega þar sem útlendingum finnst grátlega dýrt að kaupa sér rauðvínsglas með steikinni.

En kannski heyrði ég bara annað rétt. Kannski finnst borgarstjóranum í Reykjavík afstaða útlendinga til sundlaugarferða ekki gefa honum ástæðu til að hækka gjaldið. Annars gæti maður haldið að bókasafnsskírteinið hækkaði bráðlega í 1.500 - í vissum skilningi er bráðfyndið að maður geti lesið óteljandi margar bækur fyrir andvirði eins teiknaðs Tinna.

Í Finnlandi man ég m.a.s. eftir að hafa fengið ókeypis bókasafnsskírteini - nú deyr maður úr hlátri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband