Byrgismatur

Byrgismálið er allt sorglegra en tárum taki. Ég hef ekki hugmynd um hvað er satt í þessu máli en ólyginn sagði mér að þrátt fyrir allt væri Byrgið rekið fyrir lítinn pening með miklum árangri. Nú er talað um 180 milljónir frá 1999, innan við 30 milljónir á ári, en áður fannst mér talað um rúmar 200 milljónir frá árinu 2000. Hvað kostar að reka eitt „hefðbundið“ rúm á hefðbundnum spítala? Ég er alveg viss um að sama hvernig á málið er litið er Byrgið ódýrt úrræði sem hefur virkað fyrir marga.

Sama ólygna heimild sagði mér hins vegar líka að Guðmundur Jónsson væri siðblindur, lygi beint upp í opið geðið á fólki og hreinlega vissi ekki hvenær hann færi með rangt mál. Hann er þá veikur, ef þetta er rétt, og á ekki að vera í forsvari fyrir meðferðarstofnun, ekki heldur þótt hún sé meint líknarstofnun og rekin fyrir lítið fé af því að starfsmennirnir eru allir fyrrum vistmenn og ekki hálaunaðir háskólamenn eða viðskiptaspekúlantar.

Í öllu falli finnst mér að við ættum að dæma varlega, líka við sem erum svo heppin að hafa aldrei átt erindi inn á Efri-Brú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er vitanlega fyrirsögn ársins. En þó er vert að brunda í birginn áður en dyttað er að barnum.

Kjartan Hallur (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband