Athyglivert? Athyglisvert? Athygli vert?

Tungumálið er skrýtin skepna og stundum órökrétt. Athygli er kvenkynsorð og beygist ekki í eignarfalli athyglis. Nei, þá væri það karlkyns. Leikfimi er líka kvenkyns sem og gagnrýni og vandvirkni. Samt eru mjög margir, flestir líklega, sem tengja þau við seinni hlutann með s-i.

Mér finnst tilgerðarleg ofvöndun að segja að eitthvað sé athyglivert. 

Svo eru mörg fleirsamsett orð sem fá tengi-s (vegna eignarfalls), fiskútgerð en bolfisksútgerð, fiskréttur en saltfisksréttur. 

Fleiri órökrétt orð: hársbreidd, hárlengd og hársídd; fasteignaskattur og eignarskattur.

Sumt er svo sem ákvörðun mannanna en margt hefur fyrst og fremst helgast af hefð.  

Svo hnaut ég um annað skemmtilegt nýlega sem varð til þess að ég ákvað að skrifa þetta hjá: frídagar en sumarfrísdagar.

Hefðin helgar svo margt og lætur rökvísina lönd og leið. Samt er málfræði vísindagrein, bara ekki raunvísindagrein ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband