Moska eða kirkja

Ég er hvorki sérlega trúrækin né kirkjurækin. Ég finn ekki lögin þar sem segir að öllum trúfélögum beri að gera jafn hátt undir höfði með (meðal annars) úthlutun ókeypis lóða undir bænahúsin sín. Það hefur samt mikið verið í umræðunni þannig að ég geng út frá að það sé rétt.

Þá má ekki mismuna.

Annað hvort eru þá fundnar lóðir handa þeim trúfélögum (og jafnvel lífsskoðunarfélögum) sem óska þess eða lögunum er breytt. Það er úrlausnarefni þingsins. 

Í umræðunni hef ég hvergi séð gagnrýni á fjölmargar kirkjubyggingar og bjölluspilið þaðan á sunnudagsmorgnum. Ég veit hins vegar að það er ekki öllum að skapi. Einhver íhaldssamasta manneskja sem ég þekki segir: Nú þarf að fara að gera við kirkjubyggingu í hverfinu mínu fyrir offjár (og lítil aðsókn), væri ekki nær að samnýta einhverjar af þessum mörgu kirkjum á þessum litla bletti?

Í Grindavík var kirkju breytt í leikskóla. Er það ekki góð nýting?

Þegar ég var á ferð um Írland fyrir nokkrum árum sá ég kirkju sem var búið að breyta í farfuglaheimili. Þar eru margir kaþólikkar. Eða voru. Skriftastólnum hafði verið breytt í símaklefa. Já, þetta var víst fyrir daga farsímanna. Ég er ánægð með umskiptin.

Mér finnst tímabært að þétta byggðina í kringum kirkjurnar. Að auki legg ég til aðskilnað ríkis og kirkju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Löglærður frambjóðandi sagði í framboðsþætti rétt í þessu að um væri að ræða lög nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl. Þar stendur:

„Sveitarfélögum kaupstaða og kauptúna er skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi.“

Berglind Steinsdóttir, 30.5.2014 kl. 19:30

2 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Við erum búin að þurfa ða umbera kirkjubjöllur í þúsund ár (Nauðsynlegar til að fæla tröllin í burtu), svo þær eru orðnar hluti af menningu okkar. Mér finnst að bænagaul múslima eigi ekki við hér.

Annars er Íslensk menning á fallanda fæti núorðið, og hefur verið alla tíð síðan Amerísk lágmenning hóf innreið sína til landsins. Þegar hamborgarar, og kjúklingavængir, voru kynntir fyrir sómakærum Íslendingum, hófst hrun Íslenskrar menningar.

Leyfum þessar Moskur og synagógur og hvað þetta heitir allt, en bara ekki nálægt mínu húsi !

Börkur Hrólfsson, 30.5.2014 kl. 23:07

3 identicon

Þá sæki ég um fría lóð og án gjalda, ekkert mál og byggja þokkalega kirkju/mosku til að búa í ! - ætli sé nokkuð kvöð á lóðinni um bænahald ?

Kristjan Þór (IP-tala skráð) 30.5.2014 kl. 23:23

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Stjáni, passaðu bara að hún verði ekki á Hvolsvelli, ég held að Börkur eigi heima þar. Hehe.

Berglind Steinsdóttir, 31.5.2014 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband