Læknirinn minn

Ég hef hingað til verið alveg óskaplega heppin og haft litla þörf fyrir lækna. Ef bara væri fyrir mig eða fjölskyldu mína yrði trúlega lítil endurnýjun í læknastéttinni - en veruleikinn er annar. Menn þurfa að læra til læknis og við þurfum hæfa lækna. Undanfarin ár hefur mér fundist umræðan einkennast af áhyggjum yfir því að við misstum fólk úr landi vegna launa, langra vakta og slæms aðbúnaðar. Tæki eru ekki endurnýjuð, lyftan stendur á sér, húsnæðið er að grotna niður og læknar fara fram á 36% launahækkun. Segir sagan.

Þar sem þetta er dæmigerður ekkifréttaflutningur af sögusögnum og getgátum verð ég að velja hverju ég trúi. Og ég held að læknar séu vanhaldnir. Ég held að læknar eigi rétt á hærri launum. Ég held að forgangsröðin sé vitlaus hjá okkur og að við tökum of lítinn pening út úr sjávarútveginum og ferðaþjónustunni og látum of lítinn pening inn í heilbrigðiskerfið.

Ég hef verið í kjaranefnd leiðsögumanna og viljað gera kröfu um 40% launahækkun. Ef við hefðum gert það og viðsemjendur gengið að henni hefðum við samt ekki náð launum unglinga sem svara í símann hjá Dominos.

Ef menn vilja flytja fréttir finnst mér að þær eigi að segja manni eitthvað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband