Vanmáttur auglýsinga

Ég heiti Berglind og er útvarpsfíkill. Djók. En ég hef mikið kveikt á útvarpinu, líka í símanum mínum þegar ég hjóla á milli staða, skipti umsvifalaust milli stöðva þegar mér býður svo við horfa og legg talsvert upp úr alls konar sem ég heyri. Þær stöðvar sem ég hlusta mest á eru með fréttir á heila tímanum og þá eru auðvitað spilaðar auglýsingar rétt á undan og ég skil það allt saman. Auglýsingar eru tekjulind og fyrirtækin sem auglýsa vilja fá meiri viðskipti og þurfa eðlilega að láta vita af þjónustu sinni og vöru.

Mér finnst auglýsingar ekki alltaf ógurleg áþján.

Sumar eru kannski hallærislegar en það er sossum smekksatriði og sjálfsagt er það oft meðvitað til að fá fólk til að tala um þær og auka áhrifamátt og dreifingu.

Ég held að það sé augljóst að ég er ekki á móti auglýsingum (þótt ég voni að ég flokkist ekki sem bolur) en almáttugur minn hvað sumar þeirra eru illa fluttar og leiðinlegar. Allra verstar eru þær sem eru illa fluttar af þekktu fólki - og það er ekki séns að ég auki áhrifamátt einnar sem ég heyrði áðan. Þá langar mig til að slökkva á viðtækinu. Mér finnst jafnvel koma til greina að hætta alveg að keyra bíl ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband