Kakkalakkafaraldurshætta

Meðan Orðbragð er í sjónvarpinu legg ég öllu öðru. Í kvöld hló ég upphátt, sérstaklega þegar Bragi Valdimar endurraðaði bæjum eftir stafrófsröð. Þetta hefur verið lenska hjá okkur í gönguklúbbnum þegar við göngum gömlu þjóðleiðirnar og tökum hópmyndir, þá röðum við okkur eftir stærð eða litum - eða stafrófsröð. Ég meina, margar götur í Reykjavík eru í stafrófsröð, heilu hverfin í Breiðholti og örugglega Grafarvogi, en líklega hef ég verið mesti áhugamaðurinn í göngunum að raða okkur einhvern veginn fyrir hópmyndatökurnar ...

Þau í Orðbragði eru enn óskaplega fersk, ég fylgist spennt með nýjum hugmyndum og hef fantagaman af og í kvöld klappaði ég auðvitað fyrir hugmyndinni um stafsetningarkeppni. Og, ókei, játning, hún forklúðraðist að mínu mati. Allir vita hvernig innlyksa er skrifað og svo voru þarna lógísk margsamsett orð en á móti orð sem forhertustu áhugamenn um tungumálið kannast ekki við. Held ég. Ég er samt spennt að sjá hvernig þetta verður næst ef þau prófa aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband