Er lögreglustjórinn hörkutól? Á lögreglan að vera hörkutól?

Í sjónvarpsfréttum í gær fannst mér lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, dálítið lúpuleg. Mér fannst hún biðjast afsökunar á sjálfri sér og kannski fannst mér fortíð hennar í starfi þvælast fyrir. Ég stóð mig að því að hugsa að hún ætti að vera dálítið hnarreistari – hvort sem hún ætti fyrir því eða ekki.

Það er náttúrlega bilun. Í mér.

Í öðru orðinu vill maður að fólk axli ábyrgð, sýni iðrun og biðjist afsökunar á mistökum sínum sem verða alltaf einhver hjá öllum og í hinu orðinu vill maður að opinberar persónur beri höfuðið hátt og láti eins og þær hafi allt valdið.

Ég stend mig að minnsta kosti að þessu.

Ég ræddi þetta aðeins á kaffistofunni í morgun og okkur kom saman um að í öllu falli væru umtalsverðar líkur á að harðar yrði tekið á heimilisofbeldi þegar konur væru orðnar innstu koppar í búri lögreglunnar.

Erum við líka á villigötum þar? Eða getur verið að konur geti auðveldar sett sig í spor fórnarlamba heimilisofbeldis sem eru mun oftar konur en karlar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband