Prófarkalestur

Ekki vil ég vanþakka athyglina, ég sem alltaf breiði út faðminn þegar ég sé myndavél án þess að eiga nokkurt erindi í fangið á henni. Ef ég gæti ráðið væri allt fólk vel skrifandi og vel talandi, til vara vildi ég að það léti lesa textana sem það vill/þarf að skrifa. Ástæðan fyrir þessu tuldri mínu í kvöld er sú að í Vísi er nú Wappi Einars hampað og því veitt athygli. Ég kem aðeins við sögu og því er mér öldungis ekki sama um greinina frekar en ritmál yfirleitt.

Greinin er svo skelfilega illa (skrifuð og) yfirlesin að það er grátlegt fyrir manneskju sem hefur lífsviðurværi sitt af ítarlestri, handritalestri, prófarkalestri og yndislestri.

#gráturoggnístrantanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband