Sorphirða

Ég vildi að ég gæti bætt umræðuna um sorphirðu í Reykjavík en ég er voða hrædd um að ég sé bara sömu skoðunar og stóri hópurinn, vildi óska þess að sorp væri tekið nógu ört til að það hvorki myglaði né lyktaði í tunnunum og að verðið væri sanngjarnt. Við mitt hús er pappírstunna sem mætti hins vegar mín vegna hverfa út í buskann, þ.e. á sama stað og dósagámurinn er, já, og fatagámur Rauða krossins, því að það er ekki ofverkið mitt að bera pappírinn þangað. Ég þrái aftur á móti að fá moltutunnu á vegum borgarinnar því að ég get hvorki stundað moltugerð á svölunum né í garðinum. Til vara vildi ég fá góðar leiðbeiningar um hvernig maður getur orðið sjálfbær í þeim efnum. Fátt leiðist mér meira en að henda nýtilegum hlutum, þar á meðal mat.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband