Veldisvöxtur

Úr vinahópi mínum á Facebook gæti ég nefnt þrjá einstaklinga sem vilja banna grímuskyldu og höft vegna kórónuveirunnar. Af hinum 1.200 veit ég um þó nokkuð marga sem hlíta tilmælum og fyrirmælum þríeykisins með glöðu geði. Svo er auðvitað stór þögull hópur sem ég veit ekki hvað hugsar. Sjálf er ég löghlýðin manneskja og veit um takmörk mín þegar kemur að sóttvörnum þannig að ég hef mig bara hæga og þakka alla daga fyrir að mega fara út úr húsi og hreyfa mig, mega fara í búðina og fyrir að hafa internetið.

Hugsið ykkur hvernig þetta var fyrir 102 árum þegar spænska veikin var hér í algleymingi. Ég fór fyrir tveimur árum í áhrifamikla sögugöngu með Gunnari Þór Bjarnasyni sagnfræðingi sem sagði m.a. sögu af því þegar unglingsstrákur, kannski bara 12 ára, var sendur milli húsa til að sækja lok á líkkistu foreldris, mömmu sinnar eða pabba. Það var raunveruleikinn þá, nú vitum við miklu meira og getum varist betur.

Höldum okkur heima. Ég hef aflýst vinkvennahittingi sem var í bígerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband