... að símtal sé commitment

Ég hlustaði á Tobbu Marinós og Sölva Tryggvason tala saman í síðustu viku. Þau eru bæði mælsk og draga ekki af sér þannig að þau tala hvort um sig í einn og hálfan tíma í eins og hálfs tíma viðtali. laughing Hún er ekki síst mætt í stólinn til hans til að tala um líf sitt í fjölmiðlum og þess vegna kveikti ég á viðtalinu. Á Vísi er samantekt á því sem hún segir (og líka allt viðtalið) og mér finnst hún láta margt skemmtilegt vaða. Eitt af því sem ég hjó þó hvað mest eftir var þegar hún sagði að yngri kynslóðum í blaðamannastétt þætti svo mikið commitment að svara í símann. Já, skuldbindingin felst í því að maður hefur kannski bara fimm mínútur áður en maður á að vera mættur annað og þá er of mikið álag að hringja eða svara í símann, betra að nota tölvupóst eða skilaboðahólfið á Facebook.

Þá vaktist upp fyrir mér frásögn sem ég heyrði fyrir líklega tveimur árum um kærustupar sem hafði verið saman í hálft ár en aldrei talast við í síma. Það hefði verið svo stórt skref ... og falið í sér svo mikla skuldbindingu. Þau heyrðust bara rafrænt, m.a. til að mæla sér mót.

Ég get lofað ykkur því að þegar ég verð orðin blaðamaður mun ég halda áfram að hringja og svara í símann vegna þess að mér hefur blöskrað þessi ríka tilhneiging til að afgreiða allt í tölvupósti. Já, og Facebook-síðan mín er einkalíf mitt og leikfang, ekki vinnutæki, þannig að ég mun vafalaust hringja í alla mína viðmælendur ... nema skuldbindingarfælni fólks verði þá á svo háu stigi að ég valdi þar með kvíða. cry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband