Ungfrú Potter og barnabækurnar hennar

Ég horfði um helgina á ástar- og árangurssöguna Miss Potter. Fröken Potter teiknaði og skrifaði sögurnar um Pétur kanínu, barnabækur sem hafa núna verið vinsælar í tvær aldir. Beatrix Potter, sem er leikin af Renée Zellweger, var alin upp á íhaldssömu heimili þar sem hún mátti varla sjálf teygja sig í eggið sem hún ætlaði að borða, þjónustustúlkan átti að rétta henni það, og hún átti EKKI að teikna dýr og leita að útgefanda fyrir bækurnar sínar.

Dásamleg saga og dásamleg mynd sem ég datt inn á um helgina þegar ég var, aldrei þessu vant, í stuði fyrir eitthvert sjónvarp. Hún var sýnd ótrufluð af auglýsingum á YouTube.

Ég mæli eindregið með henni, sérstaklega í síðdeginu. Sagan er auðvitað ekki bara krúttuð heldur baráttusaga konu sem bjó ekki við sama lúxus og við gerum í dag. Í dag er okkur frjálst að virkja hæfileika okkar og getu án þess að forpokaðir foreldrar setji okkur stólinn fyrir dyrnar. Fyrri kynslóðir kvenna börðust fyrir þessu sjálfstæði og við skulum þakka fyrir það og nýta okkur það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband