Frankie

Ég horfi alveg á sjónvarp. Ég held samt alltaf að ég sé svo góður múltítaskari að ég geti lesið, talað, straujað, skúrað og horft á sjónvarpið á sama tíma.

En nú lauk seríunni sem ég hef horft á alveg háheilög í framan án þess að þykjast gera fimm aðra hluti í leiðinni, Frankie. Frankie er óhefðbundin hjúkka (úps, veit svo sem ekki hvernig þessar hefðbundnu eru þótt ég eigi tvær hjúkkuvinkonur) sem hefur óstjórnlega gaman af lífinu þótt stundum blási framan í hana. Kannski hefur hún meira svigrúm en „hefðbundnar“ hjúkkur til að reka sig í rammann og fara krókaleiðir að markinu.

En hún er svo skemmtileg og það er rækalli vanmetinn kostur í daglegu lífi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Hann faðir minn hafði  þessa eiginleika að gera margt í einu. (Taldi hann sjálfur)

Þarna sat hann fyrir framan sjónvarpið, með ferða útvarp á stólarminum háttstilt.

Á sama tíma leisti hann krossgátu í blaði sem hann hafði í fanginu. Og tautaði svo:

"Það er bara ekki nokkur þráður í þessari mynd"  Ég sakna þessara tíma.            

Snorri Hansson, 7.3.2014 kl. 01:31

2 identicon

Höfðar til kvenfólksins á þessum bæ.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.3.2014 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband