Þverpólitík

Fjölmiðlar hafa skrýtinn áhuga á þingmálum, finnst mér alltént. 9. apríl skældi ég á blogginu yfir því að velferðarnefnd hefði ákveðið að vísa frumvarpi um ætlað samþykki til ríkisstjórnarinnar. Ég ætlast ekki til að fjölmiðlar elti grátstafina í mér en kannski málið sjálft þegar eitthvað gerist.

Í gær var atkvæðagreiðsla um frávísunina og hún samþykkt með 49 atkvæðum gegn fimm. Fjórir sátu hjá. Menn færðu rök fyrir máli sínu, góð eða vond.

Frá 9. apríl er ég búin að tala um þetta mál við ýmsa. Yngsta kynslóðin, fólk fætt eftir 1990, virðist með ágæta meðvitund og hefur rætt þetta í sinni fjölskyldu og við vini sína. Ég er búin að heyra um annað ungmenni sem dó en hafði gefið út að það vildi vera líffæragjafi og lengdi eða bætti líf níu einstaklinga. Sú ákvörðun gleður eftirlifandi ættingja og veitir einhverja fró.

Ég er enn með kortið mitt í veskinu. Mér finnst enn að fólk eigi að hafa val og það þarf enginn að biðja mig afsökunar eða gefa mér skýringu ef hann vill ekki gefa líffæri eftir sinn dag. Ég held þó enn að fleiri en færri vilji það en þeim er ekki gefinn nógu góður kostur á að láta vita.  

Þetta er ekki hagsmunamál fyrir mig öðruvísi en sem borgara. Ég er ekki að bíða eftir líffæri og enn sem komið er enginn mér nákominn. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband