Sama gamla sagan: Ferðaþjónustan

Nú er verkfall úti um landsbyggðirnar eins og menn eru farnir að kalla svæðið utan höfuðborgarsvæðisins. Ég geri ekki ágreining út af orðalaginu, ég er að velta fyrir mér verkfallinu. Það kemur víða við og ekki síst í ferðaþjónustunni. Ég veit ekki hvort leiðsögumenn munu njóta góðs af þegar úr greiðist en ferðaþjónustan er sannarlega ekki lengur tímabundið „ástand“, ferðaþjónustan er orðin að heilsársatvinnugrein.

Og ég er að hlusta á viðtal við formann Félags leiðsögumanna sem var spilað í Samfélaginu í vikunni. Örvar er málefnalegur, yfirvegaður og skýr í tali. Nú verða leiðsögumenn að fara að fá löggildingu á starfsheitið - og hærri laun. Það þykir vanta menntun inn í ferðaþjónustuna. Það hafa alla tíð verið gerðar miklar kröfur til leiðsögumanna. Nú þurfa launin að fylgja.

 

Ísland allt árið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband