Að bera í bakkafullt klósettið

Ég veit, ég hef ekkert nýtt fram að færa í stóra klósettmálinu. Leiðsögumenn hafa vitað það í 40 ár eða svo að klósettum er ábótavant. Það hefur verið rætt um að fólk sem nýtir sér salernisaðstöðu þar sem veitingar eru seldar kaupi eitthvað á móti. Það hefur verið rætt um að selja beinlínis inn á salerni. Það hefur verið rætt um að fólk kaupi sig inn á salerni og geti síðan látið gjaldið, sem annars er óafturkræft, ganga upp í sölu á einhverju í búðinni.

Við vitum að fólk þarf að komast á klósett yfir daginn, það er bara spurning um útfærslu. Og ef ferðamenn verða orðnir 2 milljónir eftir þrjú ár þarf fleiri klósett, meiri klósettpappír, fleiri klósettbursta og fleiri umferðir með burstanum.

Plís, ekki verða svona hissa.

Og leiðsögumaður var í útvarpinu fyrir einu og hálfu ári með hollar ábendingar um hvernig maður hægir sér á fjalli.

Hættum að tala um kúkinn. Girðum hann af.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband