Kjósa aftur?

Einn möguleikinn sem æ oftar er nefndur hjá lykilfólki innan flokka víðs vegar frá á hinu pólitíska litrófi er sá að það þurfi bara að kjósa aftur. 

Er einhver vissa fyrir því að upp úr kjörkössunum komi þá betra púsl? 

Ég átta mig á að á lokuðum fundum ræða menn margt sem ég frétti aldrei sem lesandi í Hlíðunum en er í alvörunni trúlegt að menn geti með engu móti komið sér saman um megináherslur við stjórn landsins? Og samkvæmt þrískiptingu ríkisvaldsins semur löggjafinn lögin og framkvæmdarvaldið, ríkisstjórnin, á að framfylgja þeim. Ríkisstjórnin er aðeins ein þriggja stoða.

Nú liggur fjárlagafrumvarpið fyrir og fjárlaganefnd byrjuð að funda um það. Einhverju verður breytt, svo verður frumvarpið samþykkt og gert að lögum sem á að framfylgja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband