Korputorg

Ég þekki fólk (eina manneskju) sem vinnur í Costco í Garðabæ en hef hvorki keypt mér aðgang né skipulagt ferð þangað. Ég fagna heilbrigðri samkeppni og vona innilega að hún nálgist íslenskt viðskiptalíf. Ég sé bara ekki hvernig risabúð í jaðri höfuðborgarinnar á að tryggja það til lengri tíma. Ég á bíl og er með bílpróf en mér hrýs hugur við að leggja það á mig að fara í leiðangur í risabúð til annars en að kaupa hrærivél eða mannhæðarháan bangsa.

Mér dettur ekki í hug að tala eftirspurnina niður enda keypti ég fjölskyldustærð af m&m áðan á 1 kr. lægra verði en bauðst í Garðabæjarbúðinni.

En hvernig gengur með Korputorg?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslensk Ameríska er búið að kaupa Korputorg og er að fara að flytja þangað. Það er eitthvað stærra fyrirtæki en ég hafði gert mér grein fyrir. Myllan flytur t.d. þangað. 

"

Ilva og Rúmfatalagerinn áfram í Korputorgi

Íslenska Ameríska flytur alla starfsemi sína í Korputorg, en Ilva og Rúmfatalagerinn halda sínu húsnæði."

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband