Jónsmessuhlaupið

Ég er í virkum gönguhóp og við förum bæði stuttar og langar göngur. Þótt margir séu bæði fráir á fæti og ekki gerðir úr sykri eru ýmsir hræddir við bleytu og netta vosbúð. Ég meina auðvitað ekki vosbúð heldur ofankomu og að veðurskilyrði séu ekki eins og tíðkast t.d. á Norðurlöndunum á sumrin. Í vor ætluðum við 70 saman í dagsgöngu en vegna veðurspár hættu 26 við, segi og skrifa. Gangan var hundblaut en hún varð líka minnisstæð og ef maður ætlar einhvern tímann í nokkurra daga göngu um Hornstrandir eða Lónsöræfi, svo dæmi af handahófi séu tekin, er manni hollt að reyna ýmislegt veður á eigin skinni.

Í gær var miðnæturhlaupið í Laugardalnum og aðeins upp úr. Veðurspá fram eftir vikunni var ágæt en svo snerist veðrið í gær og varð svolítið blautt. Samt var metþátttaka í hlaupinu. Góður hópur útlendinga var auðvitað þar á meðal og ég talaði við nokkra sem komu fyrst og fremst út af hlaupinu (hlaupatúristar eins og ég er að verða) þannig að það fólk lætur ekki veðrið stoppa sig en ég er ánægð með þessa aukningu og stemningu fyrir útivist. Ég er svo mikið hjarðdýr ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband