Ég spara!

Og mér var refsað fyrir það með niðurfellingu 29% sparifjár míns í Íslenskum verðbréfum - sem ég hef ekki séð staf um í fjölmiðlum. Og nú hefur verið skotið á loft þeirri hugmynd að skylda mig til að spara í þrjú ár og nota sparnaðinn til að fjármagna bankana!

Er ekki allt í lagi með fólk?

Hugmyndin er náttúrlega svo fjarstæðukennd að venjulegt fólk hefur ekki einu sinni fyrir að hneykslast á henni.

Mér hefur helst verið legið á hálsi fyrir að fara of vel með. Að skikka mig til að spara er eins og að mála svertingja með kolum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt fréttum í dag þá hefur skilanefnd Landsbankans ákveðið að afskrifa helming skulda sjávarútvegsfyrirtæja. Sjávarútvegsfyrirtækin skulda Landsbankanum 18 milljarðara. Skilanefndin ákveður si svona, miðað við fréttina, að strika yfir 9 milljarða.  Sjá hér Vertu því ekkert frekar en aðrir sparifjáreigendur að gera þér vonir um að þú fáir að halda þínu - þitt er ekki þitt heldur annarra.

Stóra spurningin er hvort skilanefndin, sem starfar í umboði Fjármálaeftirlitsins, hafi umboð til að gera þetta. Ef hér er enn nokkurt lýðræði þá hlýtur það að brjóta grunnreglur samfélagsins að 5 eða 6 einstaklingsar hafi slíkt vald eða taki sér slíkt vald.

Helga (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:02

2 identicon

Aðeins meira! Það ég best veit þá eru þetta nöfn hinna gjafmildu einstaklinga:

Lárus Finnbogason, lögg. endurskoðandi. Formaður.
Ársæll Hafsteinsson, hdl.
Einar Jónsson, hdl.
Lárentsínus Kristjánsson, hrl.
Sigurjón Geirsson, lögg. endurskoðandi.

Sótt á vef Fjármálaeftirlitsins

Helga (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Á borgarafundi sem ég sótti í gærkvöldi var einmitt skorað á fundarmenn að hafa hugfast að um alla borg væru lögfræðingar og endurskoðendur á fullu að ákveða hvaða fyrirtæki fengju að lifa og hver ættu að deyja. Og í lýðræðisríkinu Íslandi hefur pöbullinn ekkert einu sinni að segja um eigið sparifé.

Í bréfinu sem ég fékk frá Íslenskum verðbréfum kemur fram að 71% endurgreiðsluhlutfallið er reiknað út af PriceWaterhouseCoopers og KPMG. Hef ég ástæðu til að treysta þeim endurskoðendum? Þegar ég spurði starfsmann ÍV um eignadreifinguna bar hann fyrst fyrir sig kínamúra en þegar ég benti á að Landsbankinn og Kaupþing hefðu brotið sína og bramlað tæpti hann á fyrirtækjunum. Þau eru:

EXISTA

BAUGUR

MAREL

LANDIC

EIMSKIP

MILESTONE

SAMSON

STRAUMBORG

KAUPTHING

EGLA

EYRI

CCP

TM TRYGGINGAR

SIMINN

BAKKAVÖR

(Aðrir smærri aðilar 12,5%)

Ef hluturinn í Existu, Kaupþingi og Eimskipum er t.d. 0,25% en í CCP 50% gæti verið betra að láta greiða sér út á tveggja mánaða fresti en í ljósi upplýsingaleyndarinnar geri ég ráð fyrir að ég láti kúga mig til að afsala mér 29% sparifjárins. Og á sama tíma fellir einn ríkisbankinn niður 9 milljarða skuld við sjávarútvegsfyrirtæki sem í eina tíð stóðu undir framförum íslensks samfélags. Ekki satt?

Þetta allt minnir mig á frasa sem ég hef hóflegt dálæti á: Ekki skipta þér af því sem kemur þér við.

Berglind Steinsdóttir, 18.12.2008 kl. 23:47

4 identicon

Áður en þú afsalar þér 29% af sparnaði þínum þá myndi ég leita til lagadeildar Háskólans Íslands og vita hvort þú eigir ekki rétt í þessu máli og setja síðan fyrirvara.

Helga (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 00:29

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þið sem eigið verðbréf hjá Íslenskum verðbréfum ættuð að taka ykkur saman og leita lögfræðiráðgjafar. Þetta getur bara ekki verið löglegt!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.12.2008 kl. 00:34

6 identicon

Berglind, þetta er áhugaverð grein, sem ég held að manneskja í þínum sporum ætti að lesa. Gangi þér vel!

Helga (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 00:56

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Takk fyrir peppið, ég er ekki alveg búin að bíta úr nálinni með þetta (sagði hún og gnísti tönnum).

Berglind Steinsdóttir, 19.12.2008 kl. 07:25

8 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Í dag kom fram skýrslubeiðni á Alþingi - handa mér? Málið getur ekki verið dautt.

Berglind Steinsdóttir, 19.12.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband