Sunnudagur, 4. nóvember 2007
Æfingin skapar meistarann
Og sjá, hér er Jóhanna lærimeistari að verki:
Svo er þetta að verða endurtekið efni, Ásgerður með yfirgripsmiklar meiningar, hehe:
Habbý tókst að róa hana um stundarsakir með því að fletta í hönnunarblaði:
Þarna var Jóhanna tískulögga búin að kristna Marín:
Laufey og Ólöf á hliðarlínunni:
Habbý flaggar snyrtivörunum áður en hún stingur höfðinu í sléttujárnið:
Og hér er hún komin út úr því aftur:
Loks ein af mér í maskínunni:
Og það þurfti ekkert að gera fyrir Jóhönnu:
Bara rétt að taka fram að þetta gerðum við okkur til skemmtunar og Jóhanna tískulögga er í vinkvennahópnum. Takk fyrir stórskemmtilegt kvöld, allar saman. (Ég ætla ekki að mæta á ilmvatnskynningu samt ...)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 3. nóvember 2007
Bónus er hverfisbúðin mín
Reyndar eru 10-11 og 11-11 líka í næsta nágrenni, Krambúðin á þarnæsta horni og Krónan ásamt Hagkaupum í hjólafjarlægð.
En ég kaupi inn í Bónusi og þar er verð þrátt fyrir allt oft lágt eða lægra en í öðrum nálægum búðum. Og nú er ég enn og aftur búin að fá svar um framlegð Bónuss, á strimlinum er annað verð en kirfilega auglýst inni í búðinni. Nú var ég t.d. látin kaupa tveggja lítra kók í þeirri góðu trú að flaskan kostaði 58 kr. Hún kostaði hins vegar á kassa 78 kr. Það sá ég þegar ég skoðaði strimilinn á hraðri leið í burtu, með poka í báðum höndum og flýtinn í sjálfri mér í augsýn. Ég vil sannarlega að bæði Vífilfell og Jón Ásgeir fái sanngjörn laun fyrir vinnuna sína en mér leiðist að láta ljúga að mér.
Ekki sneri ég við. Ég sný aldrei við, ætla bara alltaf að taka betur eftir næst. Og hvað eru 20 krónur ...? Þriðjungur af uppgefinni tölu, einn fjórði af innheimtri tölu. 33% yfir uppgefnu verði 10 mínútum innar í búðinni.
Svo er annað svar um framlegð Bónuss það að ég keypti líka vöru sem er ekki verðkönnunarvara, servíettur. Þær voru ekki á neinum spottprís, 20 ræfilslegar - en snotrar - og kostuðu 259 kr. Kirfilega ekki merkt á hillu - og ég í sakleysi mínu og asa mat það svo að Bónus myndi selja þessar servíettur við sanngjörnu verði.
Ég var á námskeiði í dag um dómtúlkun, bæði skemmtilegu og gagnlegu. Þegar við vorum búin að ræða fagmennsku, kröfur, ástundun, undirbúning, aðferðir, útkallstíma, viðbragðsflýti o.fl. í þeim dúr kom spurning um taxta. Dómtúlkurinn sem hefur 20 ára starfsreynslu sagði að ekki mætti hafa samráð - sem við föllumst á - en hún gæti sagt okkur að hún tæki kr. 6.500 á tímann + virðisaukaskatt. Þá skiptir engu þótt hún sé kölluð út um miðjar nætur (sem hún sagði reyndar fátítt) en að vísu er þriggja tíma útkall.
Okkur rak í rogastans.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 2. nóvember 2007
Svarið er: birgjarnir
Ég horfði á kvöldfréttirnar í fóðurhúsum. Þar var fjallað um meint samráð. Kannski var samráð, kannski ekki. Verð er samt lægst í Bónusi. Ég varpaði fram spurningunni: Ef Bónus og Krónan hafa samráð með sér - hver tapar?
Mamma sagði: birgjarnir.
Mamma er séð. Ég var búin að gleyma birgjunum. En í kvöld rifjaðist upp fyrir mér þegar ágætur poppkornssali sem seldi bróður mínum, sjoppueigandanum, popp í eina tíð og hann sagði að Bónus kúgaði hann til að selja poppið undir kostnaðarverði. Kynni okkar poppkornssala voru með því móti að ég hafði ekki ástæðu til að vefengja orð hans.
Fyrir vikið varð hann að reyna að vinna tapið upp annars staðar. Hlýtur það ekki að vera? Poppið kostaði meira út úr heildsölunni en í verslunum Bónuss. Ætli það sé ekki eitthvað til í skarpskyggni mömmu? Líða ekki birgjarnir - og ef þeir ætla að halda sér í bransanum þurfa þeir ekki að ... taka vanlíðan sína út á öðrum smásölum?
Ég veit samt ekkert um samráð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Ræræræ
Auðvitað er maður alltaf í húsverkunum þegar maður á afmæli. Þarna glittir líka í Nonna, og Svavs sést skýrt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Krónumaðurinn brosir út í bæði munnvik
Ég er alveg bullandi neytandi og auðvitað vil ég gera góð kaup - en guðminngóður, vill fólk ekki líka vita hvað varan kostar? Á það bara að vera bónus á kassanum að afslátturinn er 50% en ekki 30%? Hvað með upplýsingar? Hvað með meðvitund? Hvurs lags tilviljanir eru þetta um allt?
Ég hef oft keypt eitthvað í lágvöruverðsverslun sem var með meiri afslátt á kassa en gefið upp á umbúðum vörunnar. Ég hef líka oft verið látin borga aðeins meira en stendur á hillu, kannski 10%. Ég get ekki séð að verðvitund fólks, sjálfrar mín eða annars fólks, hafi skánað við frjálsa álagningu. Og ég sá gjörla að verð lækkaði aðeins í skamman tíma þegar virðisaukaskatturinn var lækkaður úr 24,5 og 14% ofan í 7% þann 1. mars sl.
En ég veit ekkert um meintan samanburð hlutaðeigandi kaupmanna. Er honum til að dreifa?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)