Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Wordfast-þýðingaforrit

Nú er svo komið að ég verð að ljúka nokkru lofsorði á Wordfast-þýðingaforritið. Ég er bara búin að læra á það að hálfu leyti en það er aldeilis dásamlegur helmingur. Og ég hlakka til þegar ég verð á endanum búin að læra hinn helminginn líka.

Wordfast kaupir maður á netinu fyrir 180 evrur eða svo og festir í word-forritinu sínu. Þegar maður sækir útlenskt skjal í word getur maður opnað forritið og þýtt málsgrein fyrir málsgrein. Maður hefur frummálið í einum ramma og það sem maður skrifar sjálfur í öðrum. Þannig geymir maður frumtextann á vísum stað meðan maður vinnur í skjalinu ramma fyrir ramma.

Þegar frumþýðingu er lokið fer maður auðvitað yfir allt aftur, hreinsar svo út frummálið og sendir hamingjusömum verkkaupa.

-Eða hvað segja aðrir þýðendur?

Og sælan verður fullkomnuð þegar ég læri að vista öll ósköpin í minninu líka ...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband