Launamunur í læknastétt

Það er ekkert lát á undrunarefnum í henni veröld. Nú kemur á daginn að kvenkyns læknar raðast sjálfkrafa neðar en karlkyns læknar hjá Landspítalanum. Hvernig getur þetta gerst? Sem betur fer eykst hröðum skrefum meðvitund þeirra sem eru órétti beitt.

Ég hef örugglega rifjað þetta hér upp áður en ég geri það samt aftur. Sumarið 1984 var ég sumarstarfsmaður hjá Nóa-Síríus. Vinnan var skemmtileg og samstarfsfólkið líka, ljúfur yfirmaður og vinnutíminn bara ágætur. En þegar ég fékk útborgað sá ég að ég fékk borgað eftir unglingataxta sem var ekki til, fékk sem sagt lægra borgað en var leyfilegt. Ég veit ekkert hvað strákarnir fengu. Að auki tók ég tvo sumarfrísdaga um sumarið og þeir voru bæði dregnir af laununum og orlofinu sem ég hefði annars safnað upp. Ég leitaði til stéttarfélagsins sem stóð með mér og ég fékk leiðréttingu með hjálp þess fyrir mig og þrjár aðrar stelpur sem voru líka sumarstarfsmenn um tvítugt.

Já, ég fékk 918 kr. ávísun - en mér bauðst ekki jóla-, páska- eða sumarvinna þarna framar. Það kostar að standa í afturlappirnar. Mér sveið það þá en mig hefur samt aldrei skort verkefni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband