Munum við glutra niður ferðaþjónustunni á Íslandi?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að leiðsögumenn hafa ekki fengið löggildingu á starfsheiti sitt. Rökin gegn því eru fánýt og engin man ég önnur en þau að fái leiðsögumenn löggildinguna setji það annálaða kunnáttumenn til hliðar. Sjálf sæi ég enga sérstaka meinbugi á að Ari Trausti og Arthúr Björgvin fengju að taka stöðupróf og hljóta þannig náð fyrir augum löggildingarstimpilsins.

Ég réð engu um málið meðan ég var í stjórn Félags leiðsögumanna og engu ræð ég núna.

Nú er allt útlit fyrir frekari ógnir við fagið og stéttina. Stefán Helgi Valsson flytur okkur fregnir af því að lektor í ferðamálafræðum sjái fyrir sér að erlend stórfyrirtæki kaupi upp fyrirtæki á Íslandi í ferðaþjónustu. Öll fyrirtæki í bisniss vilja græða þannig að verði þessi veruleiki ofan á hér má búast við enn þrengri stakk sem okkur verður sniðinn.

Ég er svo lítið verseruð í viðskiptum að ég átta mig líklega ekki til fullnustu á gróðamöguleikunum í ferðaþjónustu á Íslandi. En ætli þeir séu ekki þó nokkrir?

Í öðrum löndum er sums staðar mikið lagt upp úr fagmennsku. Ég sé þann kost helstan við löggildingu að hún ætti að ábyrgjast það að sá stimplaði kynni til verka, vissi viti sínu um staði, fólk og ástand ásamt því að skilja það umhverfi sem gestirnir koma úr. - Tryggir löggildingin það? Nei, en hún ætti þó að geta síað burtu lakara starfsfólk. - Er útilokað að hæft fólk sinni starfinu án þess að vera löggilt? - Vitaskuld ekki, en ef löggildingunni fylgir hærra kaup og meira starfsöryggi eru umtalsverðar líkur til að fleira hæft fólk veljist í stéttina.

Það held ég.


Heimskortið mitt

Stendur til bóta.

 


create your own visited country map

Kenning mín um útlendinga á Íslandi

Tilgátan er sú að þeir útlendingar sem koma mjög langt að eigi tiltölulega auðvelt með að tileinka sér a.m.k. grunnfærni í notkun nýs tungumáls, hér íslensku. Þegar ég vann í sjoppunni hjá bróður mínum komu þangað margir útlendingar sem áttu mjög auðvelt með að gera sig skiljanlega og nú umgengst ég útlendinga nær mér sem ná góðu valdi á tungumálinu.

Þegar maður tekur sig upp og flyst til nýs lands með gjörólíku hugarfari og tungumáli, þegar maður kemur frá Filippseyjum, Víetnam, Tælandi, Rússlandi - til Íslands - krefst það ákveðins hugrekkis og sjálfstrausts, jafnvel þótt vinnan krefjist fyrsta kastið ekki alls þess sem hinn aðflutti hefur upp á að bjóða.

Nú er ég bara að hugsa upphátt.


Svo auðveld í umgengni, hahha

Persónu(leika)próf (sem ég hlýt að hafa ráðið úrslitunum í) - áreiðanlega réði þessari góðu niðurstöðu að bjánar í umferðinni trufla mig ekki baun í bala.
Results of Your Type A Personality Test

 Personality Type
Ruler
Your score = 41Your score



What does your score mean?

You seem to be in the middle between the Type A and Type B personality. In this case, the middle ground is good. Your attitude to life is more of the "smell the roses" kind and you know how and when to relax. Nonetheless, you realize that picking up a challenge and competing a little bit for your place in the sun can add some spice to your life. The equilibrium is important, so don't let your hostile, aggressive, and competitive alter ego take over too often. Generally, you are easy to be around, and people tend to feel relaxed and comfortable in your presence. Yours is a very healthy attitude towards life.


Ljótu hálfvitarnir (frá Húsavík) spila á NASA í kvöld

Ég hef sossum aldrei farið á NASA, en Ljótu hálfvitarnir ætla að spila þar í kvöld. Það er besta ástæða sem hægt er að hugsa sér til að stinga þar inn nefi og því sem með fylgir.

Klambratún, menningarnótt


Huglægni bókmenntaverðlaunanna

Mikið óskaplega hljóta þetta að vera FRÁBÆRAR fagurbókmenntir ef þær skáka Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson. Án gamans skil ég ekki - frekar en endranær - hvernig hægt er að keppa í smekk. Fyrir hvern eru þessi verðlaun?

Spennandi umsóknir um starf ferðamálastjóra

Um áramót verður ráðinn nýr ferðamálastjóri. Frestur til að sækja um rann út á sunnudaginn, samkvæmt vef samgönguráðuneytisins verður farið yfir umsóknir næstu daga og vikur en svo á að ráða frá og með 1. janúar nk. Hmm, ég vona að ekki verði kastað höndunum til ráðningarinnar því að á listanum er margt gott fólk. Og það skiptir þessa stoð atvinnulífsins á Íslandi miklu máli að hæf manneskja verði ráðin.

 


Á Úlfljótsvatni er ,,spider camp"

Hinrik ber ábyrgð á því að ég grenjaði úr hlátri í kvöld þegar hann útskýrði hvernig stundum gæti gengið svona og svona að skipta á milli dönsku og ensku. Ég geng ekki lengra í að útskýra brandarann en að segja að skáti er spejder på dansk.

-Sem minnir mig á þegar ég var við sumarstörf í Vaasa í Finnlandi, fór einhverju sinni í sérstaka símabúð til að hringja í góðkunningja minn í Helsinki og sló fallega saman sænsku og ensku þegar ég sagði honum að ég væri í telephone affär“. Það varð ekki aftur snúið.

Kakóið á fundi leiðsögumanna var upphituð kakósúpa upplýsti mig meiri matráður en ég get þóst vera - mér þótti súkkulaðið ágætt (enda mest svag fyrir swiss miss) - en pönnukakan var óæt þegar maður er vanur pönnukökum mömmu sinnar. Að öðru leyti var kvöldið fyrirtak og rúmlega það. Mikið skelfing er gaman að þekkja leiðsögumenn og umgangast þá.

Félag leiðsögumanna er orðið 35 ára gamalt, var stofnað 1972. Þrír stofnfélagar voru á fundinum og var hún Ásta Sigurðar heiðruð enda mikil driffjöður til margra ára.

Pétur Gunnarsson leiðsögumaður (ekki rithöfundur) sagði af ferð sinni til Nepals sem var hin forvitnilegasta. Hann er høj og slank (svona eru dönsku áhrifin endalaus) og mikill burðarkraftur í honum en samt sagðist hann ekki hafa átt roð í pínulitlu og afar grönnu nepölsku konurnar sem stukku um með 70 kílóa steina á bakinu.

Ég þýfgaði auðvitað Skúla um árangur af kjarafundi dagsins í dag. Ég kýs að vera bjartsýn ...

Svo tók ég umtalsverðan helling af myndum en nú á Ingvi eftir að kenna mér að taka þær út af kortinu. Ingvi? Annars dregst það fram yfir 19. desember þegar ég er búin í þýðingaprófinu mínu.


Kakó og pönnukökur með heilbrigðu spjalli

Nú gefst okkur leiðsögumönnum tækifæri til að spjalla um fagið á afmæliskakófundi. Hvernig segja leiðsögumenn t.d. frá flekakenningunni þegar henni hefur verið úthýst af Þingvöllum? Breyta sumir engu þar? Ég hitti Borgþór Kjærnested nýverið og hann sagðist segja frá henni í grennd við Selfoss. Ég fer ekkert endilega framhjá Selfossi þótt ég fari á Þingvelli.

Þýða leiðsögumenn öll örnefni? Þau helstu? Engin? Parliament Plains? Smokey Bay? En örugglega íslensku heitin þá með, ekki satt?

Ég á von á a.m.k. Ursulu, Bryndísi, Þórhildi og Magnúsi úr árganginum mínum. Vonandi Möggu. Pétri líka ef hann er ekki að sinna skyldustörfum á Blönduósi. Aðrir eru bónus! Hvað með Auði, skyldi hún koma frá Hvammstanga?

Og skyldu mínar ágætu bloggvinkonur Lára Hanna og Steingerður eiga heimangengt??

Spennan er óbærileg að verða. 21 klukkutími fram að kakófundi.


Jólabók er inni

Hvur skrambinn, hér sit ég í afhallandi kvöldi og aðlíðandi nótt og fletti upp í Gegni og kemst að því að á bókasafninu mínu er bæði einn Arnaldur og einn Einar Már, og Yrsa í frágangi. Ætli sé dónalegt að standa á þröskuldinum þegar safnið verður opnað á morgun?

Reyndar gæti verið að ég þyrfti að vera annars staðar kl. 10.

Skrambans.

Ég er þó það heppin að Alþingisrásin er ennþá kvik ...


Illa nýttur starfstími

Góðkunningi minn sem vinnur þægilega innivinnu fullyrðir að 30% af starfstíma þeirra sem sitja við tölvu allan daginn sé eytt í þágu starfsmannanna sjálfra. Ég hef enga trú á því.

Dekurdagur í sjónvarpinu

Silfur Egils, Mannamál og Forbrydelsen. Ég hef engu við þetta að bæta. Nema þætti á BBC Prime þar sem tveir stílistar (tvær stílistur?) taka í yfirhalningu konur sem eru áhugasamar um að breyta til í fataskápnum.

Svona eiga sunnudagar stundum að vera.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband