,,En ég á séra Árelíusi mikiđ ađ ţakka ...

... hann sendi mig í mína fyrstu mótmćlagöngu.“

Ég er ađ lesa svo sprúđlandi skemmtilega sjálfsćvisögu ađ ég skelli upp úr á nćstum hverri blađsíđu. Kannast einhver viđ lýsinguna?


Ţjáningar dagsins

Ég gekk ein á Esjuna í súld og hlustađi á Jesus Christ Superstar á Rás 2 á međan. Toppiđ ţessa páskapínu.

Gćftir öskunnar

Nú eru rétt ađ verđa komin ţrjú ár síđan gosiđ varđ í Eyjafjallajökli, gos sem dreifđi ösku vítt og um vítt. Hún var okkur vond og viđ kvörtuđum ađ vonum. Samt, og nú hljóma ég ćgilega vís, hlaut mađur ađ hugsa ađ í ţessu landi sem viđ byggjum hefđu eldgos veriđ tíđ og orđiđ aftur og aftur öldum saman. Eitthvađ spurđist ţađ út ađ í öskunni vćri nćring.

Framtíđarávinningur er samt ekki nóg ţegar bömmer dagsins er svo nálćgur. En nú er sem betur orđiđ ljósara ađ askan gerir okkur gott:

Ţessi járnríka aska var hinsvegar gćđaáburđur fyrir undirstöđur fćđukeđjunnar í Norđur Atlantshafi ţar sem hún féll til hafs suđur af Íslandi.

Ég fagna ógurlega.


Fyrirheitiđ land hvers?

Mér finnst ég svolítiđ heimtufrek. Fyrirheitna landiđ fannst mér steríótýpískt fyrir allan peninginn, ţótt mér leiddist ekki neitt alla ţrjá tímana, en samt fannst mér ekki heppnast ţegar ţau reyndu ađ brjótast út úr mögulega fyrirframgefnu normi.

Róni og dópsali (ţversögn?) um fertugt býr í útjađri borgar (London) og fulltrúar stjórnvalda vilja losna viđ hann til ađ byggja verslunarmiđstöđ. Ć. Hann er hryssingur upp úr og niđur úr en fólk lađast ađ honum. Ć. Svolítiđ auđvitađ af ţví ađ hann á ţađ sem fólk vill, vímu. Skapiđ í honum er eins og búmerang, hann hreytir í fólk, reynir ađ hrekja ţađ í burtu og ţađ kemur skríđandi, rúllandi, veltandi, vćlandi og skćlandi.

Ég fann til međ Hilmi sem var látinn vera rámari en upparhrokkinn páfi en hann gerđi ekkert af sér. Hann kom mér bara ekki á óvart. Partíliđiđ gladdi mig heldur ekkert sérstaklega, en Baldur Trausti kráareigandi gerđi ţađ. Hann lífgađi alltaf upp á sviđiđ og ţađ gerđi Eggert líka.

Barnsmóđir og barn. Ć. Lokaákvörđun. Ć.

En ég ţekki fólk sem ég tek mark á sem var ánćgt međ sýninguna ţannig ađ ég hvet áhugasama til ađ fara í Ţjóđleikhúsiđ.


Nýjung í samgöngum ...

Hvernig eru „dreifbílar“? Henta ţeir vel úti á landi? Neyslugrannir? - Ekki veitir ţá af í ţessari dýrtíđ.

Réttur barna til samvista viđ bćđi foreldrin

Tölfrćđi forrćđislausra foreldra og hlunnfarinna barna ţvćlist dálítiđ fyrir mér en flestir hljóta ađ fallast á ađ mörg börn eiga fráskilin foreldri (reyni hér međvitađ ađ halda kynhlutleysi orđsins). Sem betur fer eru móđir og fađir oft bćđi ábyrg og hugsa um hag barnsins. Ţannig býr barn iđulega á heimili beggja viku og viku í senn. En nú les ég í leiđara Ólafs Stephensen ađ löggjöfin hafi ekki náđ ađ halda í viđ ţađ.

Samkvćmt barnalögum frá 2003 er líka tilfelliđ ađ barn getur ađeins átt lögheimili hjá öđru foreldri:

Ţegar foreldrar fara sameiginlega međ forsjá barns skulu ţeir taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarđanir sem varđa barn. Ef foreldrar búa ekki saman hefur ţađ foreldri sem barn á lögheimili hjá heimild til ţess ađ taka afgerandi ákvarđanir um daglegt líf barnsins, svo sem um hvar barniđ skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggćslu, venjulega eđa nauđsynlega heilbrigđisţjónustu og reglubundiđ tómstundastarf. Foreldrar sem fara saman međ forsjá barns skulu ţó ávallt leitast viđ ađ hafa samráđ áđur en ţessum málefnum barns er ráđiđ til lykta.

Ţetta er ósanngjarnt gagnvart ţví foreldri sem barniđ á ekki lögheimili hjá. Ćtlađi ekki einhver ađ breyta ţessu?

Snýst ţetta kannski um ađ ţjóđskrá á ekki fleiri reiti? Leyfir ekki tćknin tvö heimilisföng eins og virđist eiga viđ um löng eiginnöfn fólks?


Fréttaöldin

Ég hef varla séđ eđa heyrt fréttir í nokkra daga og hef stórkostlegar áhyggjur af ađ allt fari til fjandans međan ég fylgist ekki međ. En líklega fer ţađ allt bara ţangađ sem ţví er ćtlađ, međ eđa án minnar vitneskju. Og algjörlega án minnar ađkomu.

En ég ţykist muna ţá tíđ ţegar ţorskur var alltaf í fyrstu frétt flestallra fréttatíma. Ég er ekki frá ţví ađ ţorskurinn hafi breytt um ásýnd en sé enn nefndur í fyrstu frétt allra fréttatíma ţessa dagana ...


Nýr formađur VR

Ég er ekki í VR, hafđi ekki kosningarrétt og ţekki ekki til innanhússmála ţarna. Ég get ekki sagt ađ ég sé hissa á ađ nýr formađur hafi náđ kjöri ţótt munurinn komi kannski pínulítiđ flatt upp á mig (en hvađ ţykist ég vita?) en í kosningabaráttunni sem ég varđ óneitanlega vör viđ á Facebook var ađ minnsta kosti engin áhersla á kynferđi.

Hvađ sem um Ólafíu má segja hlaut hún örugglega ekki kosninguna út á kynferđi sitt. Hefur ţá ekki barátta síđustu ţriggja áratuga skilađ einhverjum árangri? Jú, ég held ţađ, miđađ viđ umrćđuna var hún kosin út á verđleika sína og ţađ sem hún hafđi fram ađ fćra í kosningabaráttunni.

Er ekki svo? Er ţađ ekki?


13. mars 1983

Ć, mér finnst svo skammarlegt ađ hafa ekki munađ eftir afmćlisdegi Kvennalistans ađ ég ákvađ ađ skrifa dagsetninguna á einhvern vísan stađ svo ég muni ţađ kannski 2023.

Hann skipti máli. Ţađ skiptir máli ađ sérstakt kvennaframbođ hafi orđiđ til.

Sem betur fer eru konur núna viđurkenndar fyrir ţađ sem ţćr eru og geta ...


Ísland er ekki eitt á báti

Journalisters fremmeste opgave er at vćre kritiske over for magthavere.

Og svo biđst blađamađurinn afsökunar alveg hćgri/vinstri á ţví ađ hafa hlaupiđ á sig í gegnum tíđina. Eina leiđin til ađ gera aldrei mistök er líka sú ađ gera aldrei neitt. Stundum er gott ađ glugga í útlendu blöđin til ađ sjá ađ menn gagnrýna og verđa fyrir gagnrýni, maklegri stundum og ómálefnalegri stundum.

Hvernig er stađan á Fréttablađinu núna?


Virđing fyrir fréttamiđlum

Mig rak andvaralausa, grunlausa, sinnulausa og hálfsofandi í peningastrauminn sem svelgdi okkur í sig 29. september 2008. Lćrdómurinn sem ég hef síđan dregiđ er ekki sístur sá ađ fjölmiđlar mata okkur. Auđvitađ veit mađur og skilur ađ fréttaveitur ţurfa ađ velja úr - ekki passa allar fréttir heims í alvöru í 22 mínútur hvers kvölds - en ég áttađi mig ekki á ţví ađ menn fegruđu sig og bandamenn sína. Nú er ég auđvitađ orđin skeptísk en ţađ er ekki nóg ţegar mađur les um stórkóna veraldar og hefur ekki möguleika á ađ vita um hiđ sanna eignarhald eđa raunverulegar ákvarđanir. Ég verđ ţá bara endalaust efins ...

Ég er ađ hugsa um ađ hćtta ekki ađ lesa Fréttablađiđ ţrátt fyrir ađ síđasti gjörningur komi mér fyrir sjónir sem ađför ađ sjálfstćđi ritstjórnar, ég ćtla bara ađ verđa gagnrýnni lesandi. Almennt séđ veitir okkur af ađeins meiri gjörhygli. Ég get heldur ekki hćtt ađ hlusta á suma ţćtti á Bylgjunni ... en ég get reynt ađ yggla mig annađ slagiđ.

Og ég er krónískt efins um heilindi fráfarandi forstöđumanns ţróunarsviđs 365.

En Facebook segir mér alltaf satt ...


Virđing - respect (ríspekt)

Ha? Nei, ég hlýt ađ muna vitlaust fyrir hvađ VR stendur. Af hverju í greflinum er ţar hver höndin upp á móti annarri? Vonandi lánast ţessu gamla (og gróna) stéttarfélagi ađ elska friđinn og strjúka kviđinn í kosningunni sem hefst 7. mars og stendur til 15. mars, hafi ég tekiđ rétt eftir, ţví ađ ég ţekki fólk ţarna innan dyra sem er vant ađ ţessari virđingu (sinni) og á ekkert nema gott skiliđ. Og friđ og sátt og samlyndi í kaupbćti.

Frumlag fréttar

Nei, ţetta er ekki málfrćđifćrsla. Ég varđ bara svo hugsi ţegar ég las frétt um nýjan ţróunarstjóra 365 miđla ţar sem áherslan var öll á ţann sem er ađ hćtta í ţví starfi, Jón Jóhannesson. Í 10-fréttum sjónvarps tók svo steininn úr ţegar öll myndbirtingin gekk út á ţann fráfarandi og sá nýi var ekki sýndur og varla sagđur.

En umsvifin hafa aukist hjá 365. Ţađ er vćntanlega jákvćtt. Eđa er bara veriđ ađ fara í kringum raunveruleikann og á sá nýi, gamall háskólabróđir minn, ekki ađ gera ţađ sem fréttin gengur út á, ţróa - hvađ? Dagskrána? Áskriftir? Starfsfólkiđ? Tćknibúnađinn?

Gekk ekki fréttin öll út á ađ réttlćta eitthvađ međ ţví ađ láta eins og óvinsćll útrásarvíkingur hafi minni áhrif á daglegt starf? Fćr Magnús Halldórsson ađ fjalla eitthvađ um ţetta í vinnunni?

Er ţetta ekki eitthvert (yfir)klór? Og voru RÚV ekki mislagđar hendur í fréttaflutningnum?

Mér finnst ég hafa fullt leyfi til ađ vera eins tortryggin og spurningarmerki á forsíđu.


Kjötiđ

Frá 6. október 2008 hef ég orđiđ mér miklu međvitađri um unnar og minna unnar kjötvörur, hollari og óhollari mat, hátt og lágt verđ, sannvirđi og allt ţađ. Ég kaupi ekki tilbúnar samlokur í búđ, ég kaupi ekki túnfisksalat í dollu (ţađ sjá allir ađ meginuppistađan er mćjónes) og ég hef aldrei séđ vörumerkiđ Gćđakokkar. Hvađa vara er seld undir ţessu merki? Er framleiđandinn kannski meira eins og heildsali og neytandinn í búđinni veit ekki hver framleiđir vöruna sem hann kaupir?

Ţađ getur meira en veriđ ađ Melabúđin sé ekki hafin yfir vafa (ég sé alltaf annađ slagiđ kvartanir yfir ţjónustu ţar og hef sjálf fengiđ ótrúlega lummuleg svör yfir útrunnu súkkulađi og ranglega verđmerktri vöru) eđa Frú Lauga en ég held ađ í ţeim verslunum sé til dćmis pottţétt minna unnin vara en í hinum meintu lágvöruverđsverslunum. Stafar „lága“ verđiđ á hakki og kjúklingum ekki einmitt af ţví ađ ţađ er vatnsblandađ kjöt?

Ég kalla eftir meiri međvitund og minni međvirkni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband