Fimmtudagur, 28. apríl 2011
bjartsýni.is
Vorið kom fyrir korteri og mun stigbreytast í sumar á næstu 117 korterum og enda með bongóblíðu eftir helgi. Einkum í skjóli. Þetta er hugsað og skrifað af illri nauðsyn, kreppan hefur haft slæm áhrif á fólk en ef vindurinn fer ekki að hörfa sé ég fullt af bragglegu fólki láta undan síga. Þetta þolum við ekki til lengdar.
Koma svo.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. apríl 2011
Skrilljón aura spurningin
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 24. apríl 2011
Ketilríður segir (bls. 847):
Ekki gat ég vitað, að þú værir þarna, steinþegjandi eins og draugarnir. Ég bið forláts, ef ég hef farið með einhverja fjarstæðu. En mér þykir líklegt, að þú reiðist ekki stórhöggunum, frekar en steðjinn. Þú líkist honum talsvert hvort eð er.
Guðræknislegri verð ég ekki á páskum. Uni mér vel við lestur fagurra bóka.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. apríl 2011
Ríflega 100 meðmæltar bækur
Starfsfólk Amtsbókasafnsins á Akureyri stóð fyrir skemmtilegum samkvæmisleik nýlega, gaf út lista yfir allnokkurt safn íslenskra bóka sem bókavörðum um allt land finnst lesendur verða að lesa.
Á listanum eru tvær bækur sem ég ætla ekki að lesa vegna fyrri reynslu af höfundunum, u.þ.b. 60 er ég þegar búin að lesa en nokkrar á ég sannarlega eftir að lesa. Dalalíf er núna hálfnað, tók mér svolítið hlé enda má maður ekki lesa yfir sig af Jóni á Nautaflötum.
Og nú vantar sambærilegan heimsbókmenntalista í þýðingu. Ætlar þú að taka hann saman eða á ég að bíða eftir að starfsfólk bókasafna eða bókaverslana geri það?
Eftirlætisbækurnar mínar tvær eru í H-inu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 18. apríl 2011
Getnaðarvarnir gegn afa
Einu sinni heyrði ég brandara um konu á efri árum sem ætlaði að fá sér getnaðarvarnir svo hún yrði ekki amma strax aftur.
En hvað á fólk á þeim aldri að gera ef það vill verða amma eða afi en börnin kunna að verjast getnaði?
Ein leið er kynnt í nýju leikriti Árna Hjartarsonar, langreynds Hugleikara, og sýnd í nokkur skipti á Eyjarslóð 9 fram í maí.
Hjón á fertugsaldri hafa tekið þá framakenndu ákvörðun að eignast ekki börn. Börn trufla starfsframann, skíðaferðirnar, matarboðin, rauðvínsdrykkjuna og ráðstefnuferðirnar. Við erum bara ekki barnafólk, það er prinsipp, segir sá sem ekki vill verða faðir en þegar betur er að gáð vill konan hans verða móðir og ýta framanum, öðrum hlunnindum og prinsippunum til hliðar.
Og þá eru góð ráð dýr.
Þurfa ekki hjón að taka grundvallarákvarðanir saman, s.s. um barneignir, búsetu, atvinnutekjur, útlát og tannburstategund? Getur annar aðilinn ákveðið að hundsa samkomulag sem báðir aðilar hafa gert? Eða gengur kannski annar aðilinn alltaf yfir hinn?
Svo eru feðgarnir hálfgerðir nerðir þegar þeir koma saman og geta tapað sér yfir prímtölum og kvaðratrót, sbr.:
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. apríl 2011
Reiðarekskenningin
Ef við látum okkur í léttu rúmi liggja að tungumálið þróast hratt, kannski of hratt, aðhyllumst við reiðarekskenninguna. Þetta hugtak heyrði ég fyrst í gær og hváði við. Í henni felst umburðarlyndi, ég velti bara fyrir mér hvort það sé of mikið. Ég er umburðarlynd gagnvart þeim sem velja sérviskulega en ég held að ég sé ekki til í að láta reka of mikið á reiðanum.
Þetta rifjaðist upp af því að ég er að stelast til að hlusta á málfarsþátt á Bylgjunni.
Hins vegar velti ég alvarlega fyrir mér hvaða kenningu kjarasamningaviðmælendur aðhyllast. Hvernig má það vera að aðildarfélög SA vilji láta umdeildan kvótann ráða samningum? Getur rafvirki hjá Samskipum ekki samið fyrr en ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um fiskveiðistjórn? Verslurmaður í Smáralind? Hönnuður á Hvammstanga? Þetta þjónar kannski hagsmunum SpKef?
Fólk talar um að LÍÚ haldi kjarasamningunum í gíslingu, aðildarfélag með áætluð 4.700 ársverk af 56.800.
Ég átta mig ekki á hvaða kenning á hér við.
Aðildarfélög SA starfa á grundvelli atvinnugreina og hafa frumkvæði í málefnum fyrirtækja á sínu sviði. Þau leiðbeina m.a. fyrirtækjum í samskiptum þeirra við stjórnvöld og um allt það sem snertir sívaxandi fjölda opinberra reglugerðarákvæða og fyrirmæla. Áætlað er að rúmlega 56.800 ársverk séu unnin innan þeirra 2.100 fyrirtækja sem aðild eiga að SA.
Aðildarfélögin átta eru:Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
Um 190 útgerðir eiga aðild að LÍÚ en áætlaður fjöldi ársverka innan þeirra er um 4.700.
Samorka - Samtök orku- og veitufyrirtækja
Aðildarfyrirtæki Samorku eru um 36 og fjöldi ársverka innan þeirra er um 1.500.
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)
Aðildarfyrirtæki SAF eru um 350 og fjöldi ársverka innan þeirra er um 6.500.
SART - Samtök rafverktaka
Átta aðildarfélög eru í SART, aðildarfyrirtæki eru um 230 og fjöldi ársverka innan þeirra er um 1.100.Samtök fiskvinnslustöðva (SF)
Aðild að SF eiga um 130 fyrirtæki og fjöldi ársverka innan þeirra er um 6.000.Samtök fjármálafyrirtækja (SFF)
Í samtökum fjármálafyrirtækja eru um 50 fyrirtæki. Ársverk innan vébanda samtakanna eru um 4.800.Samtök iðnaðarins (SI)
Innan SI eru 25 aðildarfélög með um 1.100 fyrirtæki. Fjöldi ársverka er um 19.000.SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ)
Aðild að SVÞ eiga um 340 fyrirtæki og ársverk þeirra eru um 12.500
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. apríl 2011
Hélt upp á stórafmæli Eyjafjallajökulsgossins á hafnarbakkanum í dag
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Umburðarlyndi prófarkalesarinn
Ég er sjálf þessi umburðarlyndi og skilningsríki prófarkalesari sem um er rætt. Nú er ég að lesa yfir mína eigin þýðingu og finn þar snilldarlega:
Pia rétti honum öndina.
Þar á hins vegar að standa:
Pia rétti honum höndina.
Að vísu voru þau nálægt vatni - en nei, samt að heilsast.
Og það er meira enda er þetta hluti af þýðingarferlinu. Kannski ætti ég að vera duglegri að prenta út og lesa á pappír, kannski verður maður að fórna umhverfissparnaðinum að einhverju marki. Ég góni eins og fáni og fálki til samans og skil ekki hvernig þetta slapp, lapp, app.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Sunnudagur til súrs
Ég er orðlaus. Það er 10. apríl og mér finnst vera haust.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Svarti svanurinn á Hverfisgötunni
Ég hef á tilfinningunni að ég sé á skjön við marga þegar ég segist ekki vera hrifin af Svarta svaninum sem sýndur er í Bíó Paradís um þessar mundir. Myndin hefur fengið ýmsar tilnefningar og ég get ekki þrætt fyrir að hún sé vel gerð. En efni máls, það að skora gegndarlaust á sjálfan sig og ganga fram af sér, gæti komist til skila á skemmri tíma. Maður hefur svo sem líka gagnrýnt myndir fyrir að færast of mikið í fang og hafa of margt undir, en ég trúi tæpast á Ninu sem er komin svo langt að hún er valin í aðalhlutverkið en á samt svona svaðalega mikið ólært um lífið, listina og starfið. Fullkomnun hvað?
Grafíkin í átökunum fer líka aðeins of langt fyrir minn smekk.
Til að fullkomna lágkúruna hjá mér ætla ég að færa til bókar að Vincent Cassel var hrikalega heillandi og ég ætla að leggja nafnið á honum á minnið. Ég veit svo sem á hvern hann minnir mig en hann gerði hlutverkinu samt góð skil.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. apríl 2011
Smástafir
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 4. apríl 2011
,,Synjað um landvistarleyfi af mannúðarástæðum"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. apríl 2011
,,Á Íslandi ætlum við að leysa eldsneytisvandann með repjuolíu"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. apríl 2011
Þorsteinn í Okkar eigin Osló
Ég var búin að heyra ýmislegt um Okkar eigin Osló áður en ég fór. Þess vegna átti ég von á ýmsu misjöfnu. Og vissulega fannst mér brandarinn um hundinn lélegur.
En mér var skemmt, ég hló oft og mér fannst þar að auki persónusköpunin ganga upp. Þorsteinn leikur verkfræðinginn Harald sem er svo bóngóður og viljugur og ferkantaður og kúgaður af látnum föður sínum og slappur söngvari og strangur/góður við systur sína og hlýr og klaufalegur. Sem sá sanntrúaði lúser sem hann er í raun fer hann yfir strikið tvisvar eða þrisvar.
Brynhildur er Vilborg og enginn glæpamaður þótt vissulega hefðu einhverjir getað haldið það í Lækjargötunni.
Þau eru í burðarrullum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir fannst mér varla geta verið mamma Þorsteins en að öðru leyti smellpassaði hún í hlutverkið. Hilmi Snæ tókst að vera heldur ófrýnilegur sem er afrek í sjálfu sér. Að auki var hann Pálminn með gretturnar og minnimáttarkenndina sem braust út úr sjálfumgleðinni.
Handritið hafði óvæntar vendingar og tókst að koma mér á óvart. Fyrir utan að skemmta mér. Og ég var sko ekki sú eina sem hló í fámennum salnum, það heyrðust stöðugar rokur um allan salinn.
Reynir Lyngdal á áreiðanlega stóran þátt í þessu verki en Þorsteinn er kominn á stall hjá mér, hann er óborganlegur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)