Fimmtudagur, 31. maí 2012
Vaðlaheiðargöng
Ég er ekki mesti landsbyggðarráparinn en ég varð svolítið logandi hrædd - sem sagt hefði getað orðið það en er svo mikill nagli - þegar ég sat sem farþegi í rútu í fyrrasumar á leið til Neskaupstaðar í þreifandi þoku. Ég kannast ekki við þá tilfinningu á Norðurlandi þannig að ef ég réði kæmu Norðfjarðargöng á undan Vaðlaheiðargöngum.
Og hvernig í veröldinni stendur á því að fjórðungssjúkrahúsið er handan við þetta Oddsskarð?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 28. maí 2012
,,Hjarta mannsins" eftir Jón Kalman Stefánsson
Einfaldlega albesta bók sem ég hef á ævi minni lesið.
Ég get varla útskýrt það. Reyni það svona: Það er saga, söguþráður. Hún er í fortíð mér svo fjarlægri að viti ég eitthvað um þetta líf er sú vitneskja úr sagnfræðibókum. Þó er ekki fráleitt að foreldrar mínir gætu þekkt þarna eitthvað til, annars að minnsta kosti foreldrar þeirra.
Fólk dregur fram lífið en Jón er svo jarðbundinn í frásögn sinni að hún nýtur sín sjálf, laus við viðkvæmni eða tilfinningasemi höfundar. Höfundur finnur til með persónum sínum en treður þeim tilfinningum ekki upp á lesandann. Fyrir vikið streymdu hjá mér tárin á sólbjörtum svölunum í mínu verndaða 21. aldar tækniumhverfi.
Stíllinn er hárnákvæmur. Af því að frásögnin er hæg, til þess að gera á sama hraða og blóðið rennur í fólki í myrkri og kulda, vinna sparlega notuð greinarmerkin á móti og sem sagt gefa svolítið í. Örugglega ekki tilviljun.
Og svo eru sumar setningarnar bara óendanlega fallegar. Myndirnar teiknast svo skýrt upp að mér finnst ég geta verið 20. aldar Íslendingur að lesa um samferðafólk mitt í lífinu.
Ég vona að sem fæstir lesi um þessa tilfinningahlöðnu upplifun mína því að slíkt hefur áhrif á væntingastuðulinn. Það er ekki bara bókin sem hrífur mann heldur skiptir líka máli í hvaða umhverfi maður hrærist á meðan, þ.m.t. hvaða bók maður bjástraði við að lesa næst á undan. Í mínu tilfelli vann allt með Hjarta mannsins og hún ER albesta bók sem ég hef lesið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 27. maí 2012
19. sætið, og hvað með það?
Lítur fólk á þessa söngvakeppni sem eitthvað annað en bara afþreyingu? Mitt uppáhald núna er þessi Euphoria:
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 25. maí 2012
Fjölnotin í Hörpu
Ári eftir vígslu Hörpu er ég búin að fara þangað nokkrum sinnum, hef þó ekki séð rómuðustu sýningarnar sem fólk verður sem andstyst yfir. Ég er heldur ekki búin að fara ofan í hinn háttumtalaða bílakjallara, enda er húsið fjölnota og hugsanlegt að ég muni ekki nýta mér alla möguleika.
Í gær sá ég HOW TO BECOME ICELANDIC IN 60 MINUTES sem er klukkutímalöng skopstæling á klisjum, okkar eigin og annarra, um Íslendinga. Reyndar óf Bjarni Haukur Þórsson inn í okkar klisjur klisjum um Grikki, Ítali, Spánverja, Dani, Norðmenn og Rússa með (meintum) framburði (þeirra) á ensku, göngulagi og hugarfari. Það var mökkur af Íslendingum í salnum en líka mjög margir útlendingar, enda Kaldalón smekkfullur salur, og fólk hló mikið og hraustlega.
Það kostar 3.900 krónur sem mun vera jafngildi u.þ.b. 25 evra. Það hlýtur að vera hægt að mæla með því.
![[ alt texti myndar ]](http://www.harpa.is/media/english/eventimg/how_to_become_icelandic_harpa_mynd.jpg)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. maí 2012
Grr, frumskógur flugfélaganna
Ég styð samkeppni.
Endurskoðun: Ég vil styðja samkeppni, en það er ekki nokkur leið að finna betra flug til Mið-Þýskalands á tilteknum tíma en með Icelandair. Og þó spurði ég dohop.is.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 17. maí 2012
,,Maður er sleginn í andlitið, andlitið gleymir kannski högginu, maðurinn ekki."
Og neðar á sömu síðu (30) í Hjarta mannsins:
Það verður enginn sterkur á mýktinni.
Jón Kalman Stefánsson svíkur mig ekki. Hann er á svipuðum slóðum og í Himnaríki og helvíti og Harmi englanna og dregur upp svo sterkar myndir. Þetta var harðbýlt land, er það kannski enn en ekkert í líkingu við það sem tíðkaðist fyrir daga tækninnar.
Ég er ekki búin með bókina, heppin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. maí 2012
Kastljósið á Huang
Ég gat ekki betur heyrt en að ólík sjónarmið kæmust óáreitt í gegnum Kastljósið í kvöld. Ég hef verið frekar efins um skynsamlegheit þess að selja/leigja einhverjum - hverjum sem er - stórt landflæmi til að byggja upp hótel og golfvöll og eftir þáttinn í kvöld, þar sem ýmis sjónarmið voru viðruð, er ég alveg viss. Ég - sé - ekki - viðskiptavitið - í - þessari - hugmynd.
Einhver á eftir að sannfæra mig um að Huang trúi því sjálfur að þetta sé hagkvæmt og mögulega arðbært. Þarna verður hvað kaldast á landinu og veðrið breytist ekki vegna þess að einum manni hugnast það.
Ég trúi ekki á þessa uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Gleyma menn því að þarna eru ferðaþjónar nú þegar?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 15. maí 2012
... við velsæla framtíð þeirra ... (bls. 70)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. maí 2012
Forsetakjör
Hefur engin alvöruumræða orðið um að leggja embætti forseta Íslands niður?
Annars sé ég sjálf, sá umræðufíkill sem ég er, fram á spennandi einn og hálfan mánuð. Ég reikna með að fá fram afstöðu og afstöðu til afstöðu í öllum ómögulegum spjallþáttum til 29. júní. Ég spái því að margir skipti um skoðun og að úrslitin komi helmingnum á óvart.
Ég hlustaði nefnilega á einn frambjóðandann á Sprengisandi í morgun.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 9. maí 2012
Hvað er hilluborðbrún?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. maí 2012
Marion Briem kyngreind/ur á bls. 162 í Einvíginu ...
... en ég næ því samt ekki.
Nú ég er búin að kokgleypa nýjustu bók Arnaldar, Einvígið. Ég ber bækur hans alltaf saman við bækurnar sem mér hafa þótt bestar, Grafarþögn og Dauðarósir. Þessi er algjör miðlungur. Aðalplottið verður í besta falli spennandi undir blálokin, harmleikur sögunnar er reyndar harmrænn en gamla sagan af Marion á berklahælinu var alls ekki fyrir minn smekk svo ég orði það þannig.
Það er erfitt að vera alltaf borinn saman við Grafarþögn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. maí 2012
Svar við bréfi Helgu - leikhús
Mér finnst Jón Viðar leikhúsgagnrýnandi rökstyðja álit sitt ágætlega í leikdómunum en ég sé ekki hálft eins margar sýningar og hann - kannski er ágætt að sjá færri sýningar og finnast tilbreyting í þeim. Ég sá Svar við bréfi Helgu í forsýningu, hafði ekki lesið bókina og skemmti mér konunglega. Mér skilst að textinn sé mikið upp úr bókinni og vissulega má til sanns vegar færa að hann sé svolítið bóklegur en ég hló mjög mikið fram að hléi. Þá tók tragíkin völdin.
Og nú byrjar Höllin í ríkissjónvarpinu sem ég held að ALLIR kunni að meta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. maí 2012
Að hjóla er góð skemmtun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)