Laugardagur, 14. júní 2008
Sviðsetning Ara og Örvars
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 13. júní 2008
Ein lítil staðreynd um hvali
Ég fór í gær með erlenda gesti í hvalaskoðun. Við sáum enga hvali, einhver uppástóð að tveir höfrungar hefðu sést. Við sáum mökk af lundum og einn fýl.
Svo var hlaðborð á einum veitingastaðnum, þar var hangikjöt, annars konar kjöt, alls konar - og ræmur af hval. Gestunum mínum þótti það fyndið.
Ég veit ekki hver pantaði eða hanteraði hlaðborðið svona.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 11. júní 2008
Bókaköff
Nú er komið nýtt bókakaffi sem ég prófaði í hádeginu, alltaf gaman að fara hringinn i miðbænum. Það olli mér vonbrigðum, lítið úrval, vont úrval fyrir minn smekk, rétt ætur gulrótarkökubiti á 390 krónur. Þrátt fyrir útisetumöguleikana þarf mikið að koma til svo að ég leggi leið mína þangað aftur.
Eins varð mér innanbrjósts um árið þegar ég kannaði úrvalið í bókakaffi Eymundssonar. Maður nær ekki fyrstu kynningu nema einu sinni - bókaköffin verða að vanda sig betur ef ég á festast í önglinum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 11. júní 2008
Húsdýragarðurinn að loknu hjólaátaki ÍSÍ

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Greiðvikni kaupandinn í Krónunni
Vinkona mín lenti í því í búð nýlega að uppgötva við kassann að hún hafði gleymt seðlunum heima. Hún bað geislagaurinn að geyma vörurnar meðan hún skytist stutta leið. Hann tók því fjarri þannig að hún hélt að hún yrði að byrja upp á nýtt - þangað til maðurinn sem stóð fyrir aftan hana í röðinni bauðst til að borga fyrir hana, hún myndi svo bara leggja inn hjá sér við tækifæri.
Og það varð ofan á.
Ég sagði þessa sögu nokkrum í gær - og viti menn, þetta er algengara en ég hugði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 9. júní 2008
Keyrða kynslóðin = krakkarnir með bílafæturna
Fyrra hugtakið flaug fyrir á Bylgjunni í morgun, hið seinna hef ég heyrt annars staðar. Dapurlegt að stórir hópar fólks komist ekki gangandi lengra en út í bíl.
Þessir láta þó lóðsa sig um á allt annan hátt:
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 8. júní 2008
Marineraður lax
Fyrir mig var borinn lax sem hafði marinerast í hálfan sólarhring. Í marineringunni var uppistaðan teriyaki-sósa, svo alltént eitthvert hunang og kannski sinnep. Þessi hér væri tilraunarinnar virði.
Ég sem hef hingað til aldrei getað etið lax mér til gleði.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 7. júní 2008
Ljótu hálfvitarnir bráðum með plötu
Ég hélt að hún hlyti að vera komin út og mætti í Skífuna eða Japis eða 12 tóna eða Plötugerðina eða hvað búðin nú heitir á Laugaveginum og spurði um plötu Ljótu hálfvitanna. Ókomin - en væntanleg.
Svo eru tónleikar með þeim eftir rúma viku í Borgarfirði. Ég kæmist, ég kemst og kannski kem ég bara.
Maður syngur Son hafsins með þessari frétt, ég er hlynnt hvoru tveggja ...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Stígvél
Er eitthvert tískutröll sem getur sagt mér hversu mörgum kúlum má eyða í svona stígvél? Eitt á hvorn fót. Hvað getur maður notað þau mikið? Eru þau ekki orðin of áberandi eftir fimm skipti?
Minni svo leiðsögumenn á fund um kjarasamninginn í kvöld.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Er ekki allt í lagi að Rússar hafi unnið söngvakeppnina?
Þessi naut sín bara ekki sem skyldi á litla skautasvellinu:
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Ferðamálfræði [svo í kynningu frá Endurmenntun Háskóla Íslands]
Nú skil ég af hverju ég tel mig eiga svo mikið erindi í fagið - það er FERÐAMÁLFRÆÐI, hahha. Málfræði ferða, hmmm. En þegar ég ýti andstyggilegheitum mínum til hliðar og hætti að pota í ásláttarvillu fagna ég því að leiðsögunám sé nú í boði víðar en í MK. Ég átti sæti í stjórn Félags leiðsögumanna þegar námskráin var til umfjöllunar hjá menntamálaráðuneytinu (kannski: menntamálráðuneytinu? - andstyggðin uppmáluð aftur) 2003-2004 og við lögðum mikla áherslu á að fólk vissi sínu viti áður en það færi í skólann. Ég held að menntamálaráðuneytið hafi helst viljað færa leiðsögunám niður í aldri, hafa það hluta af stúdentsprófi, en stjórnin vildi gæta þess að leiðsögunemar hefðu þó þann grunn - og væru ekki yngri en 21 árs. Leiðsögumenn eru helstu tengiliðir ferðamanna í skipulögðum ferðum um landið, þurfa að kunna á því skil og geta brugðist við óvæntum og erfiðum kringumstæðum.
Mikið hlakka ég líka til að frétta af aðsókn, náminu, frammistöðu - og hvaða launakröfur leiðsögumenn gera sem borga kr. 495.000 fyrir námið. Ég borgaði þó ekki nema 150.000 fyrir tvær annir. Það var veturinn 2001-2002, kannski er þetta bara verðbólgan, ha?
Til að taka af allan vafa segi ég skýrt og skilmerkilega að ég er mjög ánægð með að EHÍ bjóði upp á leiðsögunám. Fínt að fá breiddina, fjölbreytnina og fá einn anga út úr Menntaskólanum í Kópavogi. Ég hefði næstum örugglega valið þessa leið - geng nú út frá því að kennarar verði góð [svo] þótt þau [svo] séu ekki tilgreind [svo] á síðunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. júní 2008
Leiðsögumenn funda
Kannski skipti ég um skoðun á fundinum - en Pétur Gauti er búinn að tryggja að ég tali sem minnst, hahha (ég verð ritari).
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. júní 2008
,,Þótt ég hjyggi"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 1. júní 2008
Handbolti með hristivörn
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)