Í sumarhöll drottningar og annars staðar í Danaveldi

Frú Margrét Þórhildur mun halda til í sumarhöll sinni í Árósum frá 23. ágúst til 10. september en þangað til má maður rápa um garðinn hennar. Og það gerði ég ... í gær (virðist svo langt síðan). Og mig langaði að stinga mér í sundlaug hennar hátignar.

Hvenær ekki má koma í garðinn hennar hátignarLítil laug eins og þeim dönsku hættir til

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég var í þessum góða félagsskap:

Unnur, mamma, Arnar Björn

Í Kaupmannahöfn var ég hins vegar bara upptekin af þessu venjulega ferðamannadóti, t.d. rigningu:

Rigning á frídegi verslunarmanna

Ráðhúsinu og pulsuvagni:Ráðhúsið og Ráðhústorgið

Svarta demantinum:

Konunglega bókasafnið

Íslenskum litteratúr:

Arnaldur í danskri þýðingu

Hundaklósetti:

Sviðin jörð eftir hundaskítinn, ik'?

Og Tívolí:

Rússibani - hraðbrautin

Kom heim í gærkvöldi með þeirri flugvél IcelandExpress sem ekki bilaði. Hins vegar varð tuðran mín eftir í Kaupmannahöfn og í þessum rituðu orðum er verið að keyra hana heim til mín með gömlu úlpunni og nýju pilsinu. Jájá, það er áhætta að leggja land undir fót, jájá.


Hagvøxtur Danmerkur

Eg er a fullu ad stydja hann. Get vottad ad vedrid hefur verid betra en mun areidanlega leggja leid mina aftur i frabaeran gard i Elev.

Raeraerae.

Snakker umiddelbart god dansk nu for tiden .. ik'?


Tekjur annarra

Á  útgáfudegi var ég komin á fremsta hlunn með að kaupa blað Frjálsrar verslunar en þegar ég var búin að fletta nokkrum opnum áttaði ég mig á að ég væri ekki nógu forvitin um tekjur annarra til að bera þær upplýsingar heim.

Einhverjar rangfærslur hafa sannast á útgáfuna þannig að ekki veit ég hversu áreiðanlegar upplýsingarnar eru yfirleitt en aðallega fýsir mig ekki sérstaklega að vita um allar milljónatekjur fólks. Ef eitthvað væri vildi ég heldur skoða lægri endann og helst hjá raunverulegu lágtekjufólki. Er það ekki nokkuð sem við ættum frekar að líta til og þá þess hvernig fólk með lágmarkslaun kemst af í verðbólgunni?

Skattaeftirlitið ætti að skoða hvernig fólk með vinnukonuútsvar hefur efni á dýrum heimilum og ýmsum munaði. En svo mikið vald hef ég ekki.


Kría - dúfa - mávur - hæna - lundi

Stelpa fór á þjóðhátíð, tjaldaði og ætlaði að fá sér blund. Fyrst sendi hún systur sinni línu um að allt hefði gengið vel, þau væru búin að tjalda og ætluðu nú að fá sér kríu.

Systirin var ekki betur verseruð í móðurmálinu en svo að hún sendi systur sinni sms á móti með þeim góðviljuðu leiðbeiningum að í Vestmannaeyjum ætu menn lunda en ekki kríu.

Heyrði þessa skemmtilegu þjóðhátíðarsögu á Bylgjunni.


Allt í fína í Kína?

Vinkona mín skrapp til Kína í byrjun sumars og kom stútfull af sögum til baka. Meðal annars sagði hún okkur að Kínverjar sem eru þarna í skrilljónavís pissuðu ekki, umframvökvi gufaði bara upp. Þegar menn þyrftu hins vegar að losa sig við eitthvað í föstu formi færu þeir á hálfafvikinn stað og gerðu stykkin sín í sturtanlega holu, hins vegar færi sá pappír sem nauðsynlegur væri til verksins í aðra holu, fötu við hliðina sem ekkert lok væri á.

Svona verða menn að bera sig að í fjölmennum samfélögum.

Þegar hún rataði ekki - sem var alltaf nema þegar leiðin lá á námskeiðið sem var kynnt fyrir þeim hvar væri - reyndi hún að spyrja til vegar. Öll skilti voru á kínversku bara og Kínverjar tala litla útlensku. Vegna Ólympíuleikanna sem byrja í næstu viku var öllum hins vegar uppálagt að sýna einstaka kurteisi (a.m.k. út á við) og þess vegna þóttust viðmælendur skilja, kinkuðu kolli og sögu yes yes, bentu síðan bara eitthvað því að það er kurteisi að segja fólki til, alveg sama þótt rangt sé sagt til.

En hún kom aftur heil á húfi og varð ekki meint af volkinu.


bilstjorar.is

Maggi Möller hélt að þeir Siggi Sigurðar færu þar inn ...

Maggi og Siggi atvinnubílstjórar sem héldu til á Austurvelli 1. ágúst 2008

... en ég lofaði að hampa þeim einhvers staðar. Svo mega þeir mæta í sund hvenær sem er!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband