Er ég verri kúnni í bankanum af því að ég stend í skilum?!?

Nú ollu sparisjóðirnir mér vonbrigðum, tvisvar á einni viku. Á sunnudaginn heyrði til míns friðar að borga hótelreikning upp á tæpar 80.000 krónur og sveiflaði ég því e-kortinu (fyrrum) góða. Það fékk höfnun (ekki ég). Hótelstarfsmaðurinn hringdi og fékk heimild í gegnum síma og ég talaði við hr. e-kort á Íslandi sem bauðst til að hækka heimildina mína í 400.000.

Ég ætti auðvitað ekki að leggja á lesandann svona smánarlega lágar upphæðir en heimildin mín var upp á 300.000 og ég var hvergi nærri búin að nýta hana. Ekki einu sinni þegar fyrra tímabil var lagt við, það tímabil sem var búið en ekki gjaldfallið (en sparisjóðirnir leggja þetta saman sem hefur einu sinni áður komið sér illa í lok mánaðar). Merkilegur andskoti. Samtals var ég vissulega farin að nálgast 300.000 króna múrinn en ekki rjúfa hann.

Og hr. e-kort hækkaði heimildina í 400.000, bauðst til þess. Almennilegt af honum.

Svo var ég í búð áðan, keypti fyrir slatta og rétti fram kortið sem hefur líka dugað alla vikuna. En nei, það fékk höfnun. Við hringdum í Kreditkort hf. og var sagt að hringja í sparisjóðina (550-1200) af því að þar væri enn opið. Þar fengum við líka það svar að ekki væri hægt að gera neitt, ekki væri heimild til að hækka heimildina um það sem hr. e-kort hækkaði hana um um síðustu helgi! Nú var 400.000-kallinn þak (minnir mig).

Stúlkan í búðinni var algjör snillingur (ég er að meina það). Hún spurði pollróleg frk. sparisjóð hvort hún væri bara að svara í símann en ætti ekki að veita þjónustu. Þá fauk í frökenina.

Ég endaði með að borga með debetkortinu og kvaddi búðarstúlkuna með handabandi.

Og nú væri skemmtilegt að hugsa sér að vegna framboðs af vondri þjónustu og eftirspurnar eftir góðri þjónustu ætti ég að flytja viðskiptin. Ég er því miður bara ekki viss um að aðrir veiti betri þjónustu. Þó hef ég enn ekki verið tuktuð af Landsbankanum. Björgólfur Guðmundsson er viðkunnanlegur. En kannski vilja bankarnir frekar að maður skuldi og borgi of seint, lendi á FIT og haldi bönkunum uppi. Mig langar ekki til þess.

Þegar ég var komin heim með góssið fór ég beint út aftur og keypti HVÍTT HÖFUÐFAT sem mig bráðvantaði líka, ákvað að taka gleði mína á ný og byrja aftur að hlakka til morgundagsins.

Næsti kafli hefst síðan á mánudag þegar ég hringi í hr. yfirsparisjóð og reyni að veiða upp úr honum svör við þeirri spurningu hvers vegna ég fái ekki að nota úttektarheimildina sem hr. undirsparisjóður veitti mér.


Undirbúningur að veisluhöldum

Það verður garðveisla - og veðrið verður gott - annað kvöld. Helsta áhyggjuefni brúðgumans er að óvandaðir renni á hljóðið (það verður hljómsveit) og ætli að smygla sér í boðið. Ég hef boðist til að vera varðhundur, ganga um og spyrja: Hvort þeirra þekkirðu? ásamt því að segja í sífellu: Það er smáhalli í grasinu, passið ykkur á stögunum og kamarinn er þarna til suðausturs. Eftir veisluna verður moltutunnan sett yfir hauginn, hehe.

Í gær tók ég nokkrar myndir, var við heimildamyndagerð meðan aðrir lyftu tjöldum og mátuðu súlur.

Laufey og Oddur

Hér er tjaldhiminninn útbreiddur nokkuð.

Oddur og Snorri

Og hér lengra til vesturs.

Kamarflutningar

Marín, Snorri, Laufey og Þorgerður leggja gjörva hönd á plóg.

Frekari kamarflutningar ...

Ekkert lát á þessu

 

 

 

 

 

Marín á gægjum

Það þarf að styðja súlurnar, jájá.

Mynd að komast á tjaldið

Framhald á góðu

Tjaldið er 6*9 metrar

Og ég segi ekki hvaðan tjaldið kemur

Það er eins og mig minni að þetta hafi farið að gerast meðan ég var send í Melabúðina.

Litu kamrarnir nokkuð betur út en svona?

Ef einhverjum skyldi verða brátt í ... . Nei, djók, þá sendum við fólk í næstu hús. Svo er sjoppa við hliðina - til vesturs.

Þorgerður hamrar

Stögunum er komið fyrir alls staðar, líka þar sem það er ekki hægt.

Laufey runnaskreytir

Og við gætum þess að innan tjaldsins verði þessi fína runnaskreyting. En hljómsveitin ...?

Allir úr skónum

Allir inn að borða pulsur, úr skónum á meðan, nema hvað.

Tjaldveggir eins og hráviði

En upp fóru tjaldveggirnir þótt pulsugengið vildi helst ekki upp úr meltunni.

Að lokum byrjaði að rökkva

Og svona mun það líta út annað kvöld, dimmt og ókennilegt, múhhahaha.


Það þarf að prófa mat í öðrum löndum

Langlúran

Við fórum fjórar saman út að borða í Stokkhólmi í síðustu viku á aldeilis hreint fráleitum og óspennandi veitingastað. Þar var samt að finna langlúru sem ég ákvað að prófa. Úff, hvílík vonbrigði, löðrandi í smjöri og minnti helst á sérrétti Katalóníu (eftir því sem mér skildist alltént á sínum tíma) sem voru allir smjörlegnir, líka eftirréttirnir.

Og hér eru sessunautar dagsins:

Sigga og Hildur

Sigga hefur eitthvað misskilið bendingar mínar, hélt að hún rúmaðist ekki innan rammans. Og svo bætist Arna við á hinum endanum:

Hildur og Arna

Og loks verð ég að leggja með eina mynd af forréttunum (já, í fleirtölu) sem við Hildur pöntuðum við annað tækifæri. Þá héldum við að við fengjum blöndu á einn disk af forréttunum sem voru í boði (vorum ekki svangar nefnilega) en fengum hins vegar alla forrétti hússins á fjöldamörgum diskum. Borði var bætt við borðið svo að allt kæmist fyrir:

Bragð af forréttum


Þegar vits er þörf leitar maður það uppi

Ég á í ógurlegu lúxusvandamáli og leita víða ráða við því. Í dag varð fyrir valinu hópur valinkunnra leiðsögumanna á Geysi þar sem hvalborgarinn var kynntur enn frekar til sögunnar.

Orfie og Ellamaja

Hér eru Orfie hin flæmska sem mun giftast Þjóðverja og Ellamaja hin íslenska sem er gift til Kanada.

Magga í Kórsölum

Og Magga sló til og fékk sér hvalborgarann sem hratt öllu af stað.

Rakel Rós sem á Elísu Rós og Viktoríu Rós

Mig langaði svolítið að smakka hvítlauksborgarann sem Rakel fékk sér en asnaðist til að fá mér lasagnað sem sést til hægri.

Bryndís, Rakel og baksvipurinn á Ellumaju

Hver biður um grænmetisrétt? Bryndís er svo sem öll í lýðheilsunni ...

Ragga

Og svo er að sjá sem kertin hafi fengið óþarflega stórt hlutverk í Geysisleiknum þar sem þau skyggja á Röggu. Leifur hennar hefði viljað koma og smakka á hvalnum, það fylgir sögunni.

Og vandamálið leystist, allir eru sammála mér í því að fólk er svo ólíkt að maður getur ekki ætlað því sömu hlutina ...


Langtímastrætókort komið í hús

Ég er hamingjusamur háskólastúdent og hygg á mikla leiðangra í uppsveitir Reykjavíkursýslu í vetur, mun taka með mér þykka doðranta um þýðingar og lesa í gegnum skaflana í Grafarvogi og á Kjalarnesi.

Þökk sé grænu átaki Reykjavíkurborgar.


Kaupþing trekkir í Svíþjóð

Það er svo gaman að í Stokkhólmi býður Kaupþing viðskiptavinum svo góð kjör að þeir flykkjast þangað frá sænskum bönkum. Heimild mín frá síðustu viku hermir að gróðinn af því að flytja viðskiptin hafi verið umtalsverður og að ekki hafi verið hægt að líta framhjá því. Þess vegna skipti Svíinn.

Trekkir Kaupþing til sín viðskiptavini á Íslandi? Mig fældi bankinn í burtu og hef ég þó aldrei verið með yfirdrátt af neinu tagi, alltaf verið borgunarmaður fyrir skuldum mínum jafnóðum.

Hér eru stýrivextir háir, stimpilgjöld innheimt og sitthvað fleira hef ég heyrt til útskýringar á því hvað bankaviðskipti eru óhagstæð hér - en samt munar miklu hvað það er betra fyrir mig að vera hjá sparisjóðunum.

Ekki erum við að borga fyrir sænska neytendur??

Kaupthing fangaði augaðKaupþing var ekki að spara textann


,,Underbar och älskad av alla"

Svo heitir myndin sem við sáum í sal 1 í bíóinu Saga á laugardaginn, daginn eftir frumsýningu. Hún var sænsk sem var frumskilyrði fyrir að nenna í bíó. Svíar virðast hafa tímann fyrir sér þegar þeir fara í bíó og þótt hana vantaði enn 20 mínútur í sýningu var kominn góður hópur af fólki að sjá sýninguna.

Underbar och älskad av alla er gamanmynd sem fór drjúgt út af sporinu en var samt jävla fyndin á staðnum og stundinni. Minnir kannski á Bríeti Jóns (Bridget Jones) að einhverju leyti, sjarmerandi ólukkukráka sem hún Bella Eklöf var.

Ég man þegar ég sá Four Weddings and a Funeral í bresku bíói forðum daga. Þá var gengið um fyrir sýninguna og manni boðið að kaupa sykrað popp og annað slikkerí af bakka sem sölumaðurinn hélt fyrir framan sig. Í sænskum bíóhúsum kemur starfsmaður inn í salinn, býður fólk velkomið og óskar því góðrar skemmtunar um leið og hann biður alla um að hafa slökkt á símunum sínum.

Hyggeligt?

Svo er að vita hvort ég næ að hundskast á Sicko áður en það verður of seint.

Á fundi með Astrid Lindgren

Ég byrja á aðalmyndinni, þegar ég var í heimsókn í Junibacken í síðustu viku og fetaði í ... fótspor Línu langsokks sem mig minnir eindregið að hafi verið svo ógurlega sterk og átt hest sem hún hélt á og apa sem hét Níels, hehhe. En ekki nýtur sín allt á myndinni.

Berglind langsokkur


Leidsögumenn í Stokkhólmi

Ég er algjörlega fordekrud, ég fae svör vid öllum spurningum mínum. Leidsögumenn hér eru med taepar tvö thúsund á tímann en nokkurn veginn bara greitt fyrir tímann á stadnum, allt nidur í thriggja tíma útkall. Í thinginu eru mjög tídar skodunarfedir á ýmsum tungumálum og thad hefur rádid laerda leidsögumenn til ad sinna thví. Stundum koma hópar sem vilja fá ad nota eigin leidsögumenn í Riksdagen en vid thví er sagt thvert nei.

Heimildir mínar herma ad thad sé frekar lítid ad gera hjá saenskum leidsögumönnum á veturna og sjálfri sýnist mér sem konur sitji í leidsögusaetunum í obbanum af rútunum. Og thaer eru svakalega margar á thessum tíma.

Ég hef ekki spurt um alveg allt sem mér hefur dottid í hug ...

Svo aetlum vid ad sjá rammsaenska mynd í bíó í kvöld.


Grádu- og prósentumerki

Nú skil ég ordid vandamál okkar Togga thegar vid deildum um %-merkin í baeklingi um heitt vatn. Svíar hafa bil á milli tölunnar og merkisins. Fyj. Og baeklingurinn var ad erlendri fyrirmynd. Svíar segja ad aukningin sé 45 % (eda hvad sem er). Allir sanngjarnir menn sjá ad thetta er órökrétt. Hvad gerist ef prósentumerkid kemur svo aftarlega í línu ad thad dettur nidur í naestu línu og verdur fremst thótt talan hangi aftast í línunni fyrir aftan?

Allir sanngjarnir menn sjá vandann!

En lífid er samt dásamlegt í Feneyjum nordursins.


Fasteignaverdid a Nordurlondunum

Thetta kemur audvitad engum a ovart en fasteignaverd hefur rokid upp i Stokkholmi sidasta aratuginn. Christoffer sagdi mer i dag ad verdid a hans ibud hefdi threfaldast tvisvar a 10 arum! Hann keypti sina 1997 a 500.000 saenskar en nu er hun metin a 3 milljonir. Kannast madur vid thessar lysingar?

Svo for hopur til Junibacken ad skoda safn kennt vid Astrid Lindgren og thad er safn sem kvedur ad. Thar er nefnilega gert rad fyrir bornum, thar ma allt og ekkert er bannad. Og thott vid vaerum bara fullordin nyttum vid okkur thad og eg let taka mynd af mer i stellingu Linu langsokks a hestbakinu.

Gaman ad thessu.

 


Eg er svo god i saensku

Eg skil hana miklu betur en eg hugdi. Annad hvort hafa Sviar lagad hja ser framburdinn - sem eg tel allar likur a - eda eg er farin ad hlusta svona miklu betur en eg a ad mer. Hun Astrid Lindgren hefdi ordid 100 ara i ar ef henni hefdi enst aldur og nu siglum vid til fundar vid hana.

Ein og half milljon manns i Stokkholmi og madur finnur ekki fyrir thvi ... og enginn reynir ad tala vid mann ensku. Mer finnst gaman.


Svenska sumarid er komid

Kannski kom thad i gaer, i dag er thad alltent i Stokkholmi. Og eg i fyrsta sinn.

Eg er buin ad spekulera nokkud i tiskunni, hun er svipud og heima og svo breid belti. Einn mann hef eg sed hanga halfan ofan i ruslatunnu en adrir virdast hafa efni a ad borga 30-50 saenskar kronur fyrir skitinn is.

Leigubilstjorinn sem keyrdi okkur af flugvellinum var urvalsnaungi, uppfraeddi mig um allt sem fyrir augu bar a leid til borgarinnar og spurdi thess a milli um staerd og legu Islands. Hann var kominn langleidina med ad laera islenska malfraedi thegar leidir skildi.

Feneyjar nordursins klikka ekki. Eg hlakka til ad sigla um sundin bla.


Aumingja fasteignasalarnir

Það er ekki hægt annað en að vorkenna fasteignasölunum sem reyna hvað þeir geta að selja manni íbúðir þar sem fermetrinn er verðlagður á 350.000 krónur. Samúð mín er óskipt og þess vegna sýni ég því takmarkalausan skilning að þeir geti sjaldnast svarað spurningum mínum, eins og þeim hvernig parket sé á gólfunum, í hvaða átt svalirnar snúi, hver hússjóðurinn sé eða hvort íbúðinni fylgi geymsla. Huggun mín felst líka í því að svörin er yfirleitt að finna í gögnunum sem manni eru rétt - og útbúin af fasteignasölunum sem vita ekki svörin.

Ég er nefnilega að skoða um þessar mundir.


Á strengina mína spila ég harðsperrur

5105

Ég var að vona að þetta væri skýrasta myndin af mér (í hægra horninu, nr. 5105) en tveimur myndum aftar er ég sóló. Þar njóta sín mínar verstu hliðar þannig að ég ætla að hanga á minningunni um að hafa rolast 10 km til enda þótt óglæstir hafi verið. Ég man að ég var að hugsa um að blikka ljósmyndarann, slík var kokhreysti mín á þeirri stundu.

Ég gat varla gengið niður stiga í dag. Kannski ég prófi að æfa mig á næsta ári.


Hvar hefur hringhurð Hótels Borgar reisn sinni glatað?

Í óvissuferð safnanna í gærkvöldi upplýsti Pétur Ármannsson arkitekt m.a. um galla rafknúinna hurða (sem við rákum okkur líka illa á inni á sýningunni 871+/-2) og staldraði svo við nýju rafhurðina hjá Hóteli Borg sem er ekki svipur hjá sjón. Marín gengur lengra en ég sem læt mér nægja að lýsa hryggð minni með orðum:

Þumalinn niður


gps í gini vettlingsins

512 metra hæð yfir sjávarmáli

Við vorum svo stolt í gönguklúbbnum yfir að komast upp bratta hlíðina á Geitfjalli, alla leið upp í 512 metra. Svo skunduðum við framhjá Lambafelli og stukkum yfir Hænuhól, marga Eggjahnjúka og einn Kjúklingalegg. Þar hittum við einmitt köngurlæri (tillegg frá Dejan hinum serbneska).

Þá rifjast upp þegar Ursula hin svissneska vildi að útskriftarhópurinn hittist í Nauthólsvík og yrði ekki með vörulit. Schnilld.


Tveggja-tinda-ganga gærdagsins lukkaðist

Aðalatriði göngunnar í gær:

10 manns komust saman upp á bæði Sandfell og Geitfell við Þrengslaafleggjara í gær.

Ég hruflaði mig á sköflungnum og mér blæddi eins og ég hefði verið í Kabúl nýlega.

Við fundum berin sem Vigdís hafði ekki klárað um helgina.

Dejan tíndi 169 ber í 40 lítra poka.

Hljóðið í bíl Eiríks var sérkennilegt á bakaleiðinni.

Fyrir uppgöngu

Ragnar, Dejan, Guðný, Erna, Þorbjörg, Sigurlín, Viggó, Eiríkur (Álfhildur í hvarfi).

Mosateppi

Jafnvel mosinn veðrast.

Hvar verður álverið í Þorlákshöfn?

Ölfusárbrúin sást vel, og Vestmannaeyjar sáust um tíma.

Blóðgunin

Það var eins og ég hefði verið leidd til slátrunar á legg.Það er ekki karlmannlegt að renna upp í háls

Eiríkur var óvenjulega vel búinn í þessari fjallgöngu.

Misgengið

Við höldum að hér sé misgengi í Geitfelli.

Bláber Dejans

Þessi hrúga markar upphafið að berjaáhuga Dejans. Nú má búast við að hann komi með bláberjapæ í næstu fjallgöngur.


Hvalborgari

Fór í hádeginu við sjötta mann á Geysibístróbar og fékk mér þennen hvalborgara:

nýveiddur hvalborgari í miðbænum

Þjónninn varð bæði undrandi og hissa þegar inn rápuðu Íslendingar sem vildu hvalkjöt umfram allt. En svikin varð ég ekki, hvorki af umhverfi né mat. Við höldum að þetta hljóti að vera hrefna.


Lögmálið um framboð og eftirspurn gildir ekki í leiðsögumannastéttinni

Ég veit að þetta er að bera í bakkafullan lækinn en ég verð að segja nýjustu reynslusöguna mína úr leiðsagnarheiminum.

Á föstudaginn hringdi í mig örvæntingarfull kona á ferðaskrifstofu að leita að leiðsögumanni fyrir næsta föstudag. Ég sagðist halda að ég væri laus og spurði hvað hún borgaði. Hún sagðist að bragði borga 17.400 fyrir Gullhring ef ég væri launþegi en 22.000 ef ég væri verktaki. Svo sendi hún mér upplýsingar með tölvupósti. Þá kom á daginn að vinnan átti að vera frá 14 til 24 þannig að ég sagði henni að þetta jafnaðarkaup væri of lágt, hún þyrfti að bjóða mér 22.000 sem launþega eða 30.000 sem verktaka.

Andstutta konan svaraði þá einfaldlega í tölvupósti að þau borguðu bara svona og ég stillti mig um að spyrja hvort hún hefði nokkuð velt fyrir sér af hverju hún þyrfti að hringja milljón símtöl (hennar orðalag) áður en hún fyndi leiðsögumann ...

Ég ítreka að hún vildi borga mér sem verktaka það tímakaup sem Félag leiðsögumanna hefur samið um sem launþegataxta. Því miður eru til leiðsögumenn sem falla í þessa fúlu pytti - en vonandi færri og færri.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband