Sunnudagur, 9. september 2007
The Incentive Saga (Hvatasagan)
Ţetta ljóđ birtist mér, skriflega, um helgina. Breskir ferđamenn, bćndur, fengu ţađ verkefni ađ yrkja um Ísland međfram ţví sem ţeir óku um torfćrur.
Iceland is an island
It's surrounded by the sea
If you like steam and ice
It's the place to be.
The vikings came and found it first
And gave the place its name
There's lots of things to do and see
If you don't, it will be a shame.
Head up to the Langjökull
Ski-doo and have some fun
Be careful at the geysirs
They're so hot, you could burn your bum!
The booze is quite expensive
But the "Lecky" is very cheap
It's made using the hot water
That's ....'. from way down deep.
Not all the water is so hot
As it flows from higher ground
At the awesome Gullfoss waterfalls
It makes a crashing sound!
Iceland is quite striking
Thrilling and diverse
We've run out of things to say
So this is the last verse!
Höfundar skírđu sig í átt til íslensks veruleika: Erik "the viking" Rippingaleson, Sven "the axe" Plumbson, Tim "norse-hammer" Doeson og Derik "ice bum" Peckson.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 8. september 2007
Af hverju lćkkar matvćlaverđiđ hjá okkur viđ ađ ganga í Evrópusambandiđ?
Kemst ţá á eitthvert evrópskt jafnađarverđ? Getur Ísland sótt um styrki? Lćkkar álagning kaupmannanna?
Af hverju lćkka útlánsvextir viđ ađ ganga í Evrópusambandiđ?
Ég ţykist vita ađ ţetta gangi ađ einhverju leyti út á samninga og samkomulag en ég sé ekki beinu línuna milli ţess ađ ganga í Evrópusambandiđ og ađ allt verđlag skáni hér.
Ef ţetta snýst ađ einhverju leyti um álagningu kaupmanna fá ţeir annađ hvort alltof mikiđ í vasann núna eđa munu fá alltof lítiđ eftir hugsanlega breytingu.
Hver missir spón úr aski sínum ţegar verđ lćkkar og vaxtamunur minnkar? Milliliđir? Verđur ódýrara ađ flytja frakt? Mér ţćtti gaman ađ komast ađ ţví.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
Miđvikudagur, 5. september 2007
Undarleg forgangsröđun hitamála
Ég skil ekki af hverju fólk ćsir sig yfir leikinni auglýsingu Símans sem er í fyrsta lagi (greinilega) hugsuđ til ađ espa fólk og fá ţađ til ađ tala um auglýsinguna sem eykur auglýsingagildi hennar og í öđru lagi aldeilis hreint frábćr leikţáttur og í mínum augum öllu öđru fremra sem Jón Gnarr hefur komiđ nálćgt.
Fólk ćtti frekar ađ tala međ ţunga um seđilgjöld og mínútugjöld, ósanngjarna viđskiptahćtti og lélega ţjónustu. Eđa öllu heldur hćtta viđskiptum viđ fyrirtćki sem veitir međalslaka ţjónustu og er međ ógagnsćja reikninga.
Svo auglýsi ég eftir raunverulegri samkeppni á símamarkađi, bensínmarkađi, bankamarkađi og flugleiđum. Og vil ađ Anton drekni vinur minn fái vinnuna sína aftur.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţriđjudagur, 4. september 2007
Ţetta er aldrei búiđ ...
Viđ Ţorgerđur fengum ţađ hlutverk framan af laugardeginum ađ grćja ţvottahúsiđ sem barlíki. Okkur fannst viđ ţvílíkt hafa hitt í mark ţegar viđ ákváđum trjáskreytinguna í glugganum. Úti sést inn í tjaldiđ:
Hér sést Ţorgerđur á kafi í undirbúningnum:
Ţarna átti enn eftir ađ breyta uppröđuninni talsvert, fćra til borđ og hugsa fyrir hljómsveit - ásamt ţví ađ kaupa í matinn OG ELDA. Kannski átta klukkutímar ţangađ til von var á prúđbúnu fólki.
Ţarna er ţó búiđ ađ kaupa rjómann í fiskisúpuna og Guđrún dregur ekki af sér í ađ ganga frá ađföngunum.
Marín sker laukinn af móđ. Hvađ töluđu ţau um, ţrjú eđa fjögur kíló af skćluefni í súpuna? Ţetta tók tíma, ţađ get ég a.m.k. stađfest.
Mađur sá aldrei framan í Steingrím međan á matseldinni stóđ. Hann ţurfti líka pínkulítiđ ađ halda á spöđunum ţar sem hann átti von á 60-70 svöngum gestum eftir sjö tíma. Ţađ var fiskisúpa međ fiski, lauk, papriku í öllum litum og áreiđanlega meiru sem mér skýst yfir núna. Svo ćtlađi hann líka ađ steikja ţorsk upp úr hveiti og kryddi. Og reiđa fram saltfiskbollur. Finna skötuselinn. Konfektiđ, hella upp á kaffi. Steingrímur var áreiđanlega illa sofinn og allt stefndi í svefnlitla helgi.
Viđ Ţorgerđur stóđum í ţeirri meiningu ađ viđ gćtum kćlt drykkjarföng í rigningunni! Og Marín rýmdi til í gjafakoju ţegar ég var búin ađ suđa um gjafaborđ í marga daga.
Í nćsta versi verđa gestir kvöldsins. Nóg er ađ gert ađ sinni.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 3. september 2007
Og teitiđ lukkađist hiđ besta á laugardaginn
Marín + Steingrímur = hjónasćng
Ég get svariđ ađ ţađ rigndi til kl. 19 á laugardaginn en ţegar gestirnir komu í tjaldiđ (og húsiđ sem fylgdi) hafđi ekki bara stytt upp heldur var sólin nćstum farin ađ banka á. Gestir gátu ţví veriđ veisluklćddir og rápađ út og inn án ţess ađ vökna ađ utan.
Marín sem er margt til lista lagt flutti bćđi rćđu um tildrög hjónabands ţeirra Steingríms og söng síđan međ hljómsveitinni (sem er í skugga hennar á myndinni). Steingrímur sem er líka myndarlegur til orđs og ćđis eldađi matinn, fiskisúpu sem gat mettađ alla götuna og steikti ţorsk sem var hvort tveggja hreinasta sćlgćti. Og svo ađ ég deili ţví líka međ lesandanum var allt ógert kl. 17 á laugardaginn en allt tilbúiđ kl. 20. Ţađ minnti hreinlega á frumsýningu í leikfélaginu mínu (og öđrum geri ég ráđ fyrir).
Ađ öđrum ađkomendum málsins ólöstuđum verđ ég líklega ađ geta ţess ađ Guđrún og Ingólfur Steingrímsbörn sem gengu um beina stóđu sig alveg fáránlega vel (ekki komin međ prófiđ eđa neitt). Hér er ein mynd af hvoru:
Ég skemmti mér konunglega og geri ekki ráđ fyrir ađ öđrum hafi leiđst. Ég á eftir ađ sortera bođlegar myndir í safninu mínu og mun mjög trúlega deila nokkrum ţeirra á nćstu dögum međ blogginu mínu ... bara sjálfri mér til upprifjunar.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 2. september 2007
Ég féll á sjálfrarmínstrćtóprófinu
Mig vantađi handfrjálsan búnađ viđ símann minn, fór út miđdegis og ćtlađi ađ taka strćtó í Kringluna. En nei, ţegar til átti ađ taka nennti ég ekki ađ bíđa eftir strćtó og labbađi ţangađ. Ţá ćtlađi ég ađ taka strćtó úr Kringlunni og í Laugardalinn en nennti ekki ađ kynna mér máliđ. Og loks úr Mánatúni og aftur í Ţingholtin - gekk. Allan tímann međ strćtókortiđ góđa í hćgri vasanum. Og geymdi hjóliđ heima.
Ég ţarf ađ vinna betri heimavinnu og vita tímana áđur en ég legg af stađ. Mér skal takast ađ nýta mér strćtó.
Góđkunningi minn sem gćti átt svona námsmannastrćtókort neitar ađ sćkja ţađ af ţví ađ hann á bíl, hefur efni á ţví ađ eiga hann og efni á ađ kaupa bensín. Ţrjóska hans elur á ţrjósku minni ţví ađ mér finnst ţađ ekki einkamál hvers og eins hvort hann hefur efni á ađ reka bíl. Ekki er ég spurđ hvort ég vilji borga slitiđ á götunum af hans völdum.
Ekki svo ađ skilja ađ ég andskotist almennt út í bíleigendur ... Mér hefur oft bođist far (á ögurstundu), m.a.s. alla leiđ vestur í Stykkishólm. Nei, mér finnst bara ađ almenningssamgöngur eigi ađ vera nýtilegri og betur nýttar.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)