Claire Keegan

Nú er ég búin að lesa tvær bækur eftir hinn rómaða írska höfund sem m.a. fékk mikið uppklapp í Kiljunni í fyrra. Þær voru svo leiðinlegar og fyrirsjáanlegar og óáhugaverðar að ég þurfti að pína mig til að klára þær þó að þær voru hvor um sig bara um 100 síður.

Ef ég væri að skrifa um þær fyrir eitthvert blað eða tímarit myndi ég rökstyðja þessa skoðun en nú læt ég duga að segja að það er ekkert lögmál að við séum öll hrifin af sömu bókunum. Hún Ingibjörg Iða í Kiljunni sem geislar af áhuga, lestrargleði og mildi hefur bara annan smekk en ég. Ég hrífst oft af hennar hrifningu en það dugir ekki til. Mig minnir að hún hafi líka verið hrifin af DJ Bamba sem mér finnst búa yfir áhugaverðum söguþræði en stíllinn svæfði mig trekk í trekk.

Vandinn er samt væntingastjórnun. Nú fer ég að vara mig ...


Höfundurinn Hildur Knútsdóttir

Ég las Möndlu um daginn og varð alveg hugfangin. Hún er örstutt skáldsaga, rúmar 100 síður, og ég gat ekki lagt hana frá mér. Ég er frekar mikill lestrarhestur þannig að ég er dálítið hissa á mér að hafa ekki lesið fyrri bækur Hildar. Kannski er það af því að ég hélt að hún væri unglingabókahöfundur. Okkur systkinum kom saman um að hún væri ungmennabókahöfundur, þ.e. skrifaði fyrir þau sem kallast á ensku young adults. Og ég er þá líklega þar ...


Prisons and jails

Kappræður Donalds Trumps og Kamölu Harris voru að byrja. Hún skelfur að sönnu meira í röddinni en hann talar um fólk sem kemur úr prisons and jails. Ég er ekki fullnuma í ensku, hehe, og spyr: EDT og KHr einhver munur á prison og jail? 

...

Já, þetta var lærdómsríkt. Jail er fangelsi þar sem fólk stoppar stutt en prison er fangelsi þar sem fólk er lengur en eitt ár. Af hverju er gerður greinarmunur á þessu í ensku?


Línuskiptingarstrikið sem hverfur

Nei, þetta er ekki upphafið að sakamálarannsókn. Þegar maður skrifar texta í word verða línur ójafnar ef maður hefur vinstri línujöfnunarstillingu eða stundum gisnar þegar maður hefur miðjulínujöfnun. Ég er svo mikill fagurkeri, hoho, að ég get ekki horft upp á þetta og skipti þá orðum á milli lína. Ef textinn skyldi svo breytast seinna, já, eða línurnar leggjast ólíkt í annarri tölvu (ég treysti mér ekki til að útiloka það) er trixið að halda Ctrl niðri á lyklaborðinu um leið og maður ýtir á bandstrikið. Þá hverfur línuskiptingarstrikið ef allt orðið skyldi rúmast í einni línu.

Mér finnst að þetta ætti að vera kennt á öllum word-námskeiðum ...


Guð - eða ekki

Á Facebook fylgi ég einhverjum dúdda sem kallar sig God og gerir stólpagrín að trú og guði. Flestir fylgjendur hans, a.m.k. þau sem tjá sig, virðast vera bandarískt fólk og það er líka ýmist kaldhæðið eða bara meinfyndið.

Í kvöld spurði hann hvað væri til á sérhverju bandarísku heimili. Sumir drógu í efa að allir hefðu yfirleitt þak yfir höfuðið og margir sögðu, með grátbólgnu tjákni, að byssa væri á öllum bandarískum heimilum. Einn sagði að bragði: 32 Tupperware-ílát og níu lok á þau. Margir tengja augljóslega við þetta miðað við viðbrögðin sem hann fær.

Sumir tala um macaroni (and?) cheese sem er hálfgerður þjóðarréttur (eins og pylsa kannski hér) og ein talar um útrunna baunadós aftast í búrskápnum. Einn talar um sterkt límband (duct tape) og annar um fullt box af alls konar snúrum sem passa ekki lengur við neitt.

Nú eru bara þrjú korter síðan færslan birtist þannig að listinn á eftir að lengjast, en mér finnst þetta litla innlit næstum daglega segja mér heilmikið um húmorinn hjá hinum almenna Bandaríkjamanni. Og þarna ætlar enginn að kjósa Trump ...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband